Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bíða eftir svari frá Disasi
Mynd: EPA
Axel Disasi hefur verið sterklega orðaður við Fiorentina síðustu daga. Franski miðvörðurinn er ekki í náðinni hjá Chelsea og reyndu Sunderland, West Ham og Bournemouth að fá hann síðasta sumar.

Fiorentina vill fá hann í sínar raðir en samkvæmt Sky á Ítalíu vill ítalska félagið fá svör frá honum hvort hann vilji fara til Ítalíu. Ítalska félagið telur að Disasi vilji vera áfram í London.

Disasi var hluti af svokallaðri sprengjusveit hjá Chelsea, hópi leikmanna sem voru ekki í plönum þess. Disasi hefur þó snúið aftur til æfinga með aðalliðinu.

Hann er 27 ára og kom á 38 milljónir punda frá Mónakó árið 2023. Félög á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi vilja fá Disasi.

Chelsea vill fá miðvörðinn Jeremy Jacquet frá Rennes í þessum glugga. Chelsea hefur kallað Aaron Anselmino úr láni frá Dortmund.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner