Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 17:00
Elvar Geir Magnússon
England nánast búið að tryggja sér aukasæti í Meistaradeildinni
Chelsea er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það stefnir allt í að það verði Meistaradeildarsæti.
Chelsea er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það stefnir allt í að það verði Meistaradeildarsæti.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ekkert af ensku liðunum í Evrópukeppnum er úr leik og allt útlit fyrir að England hljóti aukasæti í Meistaradeildinni fyrir næsta tímabil.

Alls eru níu ensk lið að taka þátt í Evrópukeppnum á þessu tímabili og vegna árangurs þeirra er nánast tryggt að England fái aukasæti sem færir því liðinu sem endar í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Þýskaland er í öðru sæti sem stendur og mun því fá hitt aukasætið eins og staðan er. Næstu lönd eru hinsvegar ekki langt á eftir Þjóðverjunum.

UEFA gefur þeim þjóðum sem hafa staðið sig best á tímabilinu í Evrópukeppnum tvö aukasæti. Þetta fyrirkomulag tók gildi á síðasta tímabili þegar Meistaradeildin var stækkuð úr 32 í 36 lið.

Þjóðir vinna sér inn stig með því að vinna og gera jafntefli í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Tvær stigahæstu þjóðirnar á tímabilinu fá aukasæti beint í Meistaradeildina.

Á þessu tímabili fengu England og Spánn aukasæti vegna frammistöðu liða frá löndunum á 2024-25 tímabilinu. Newcastle og Athletic Bilbao fengu þau sæti.

Topp tíu í baráttunni um aukasæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili:
England 19.430 (9/9 lið eftir)
Þýskaland 14.642 (6/7)
Spánn 14.093 (6/8)
Ítalía 13.785 (6/7)
Portúgal 13.650 (4/5)
Pólland 13.625 stig (3/4)
Frakkland 11.928 (6/7)
Kýpur 11.906 (2/4)
Grikkland 11.250 (4/5)
Danmörk 9.625 (1/4)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner