Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fim 29. janúar 2026 14:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar ekki að eltast við Palmer í sumar
Mynd: EPA
Manchester United ætlar ekki að reyna að fá Cole Palmer frá Chelsea í sumar. Forráðamenn félagsins gera sér grein fyrir því að Palmer myndi kosta meira en það er tilbúið að borga.

Palmer er sóknarmiðjumaður en það er staða sem er ekki í forgangi hjá United að styrkja. Félagið reiddi fram um 135 milljónir punda til að kaupa Matheus Cunha og Bryan Mbeumo.

Háværar sögusagnir eru um að Palmer sé að hugsa sér til hreyfings frá Chelsea og hafi áhuga á að ganga í raðir Manchester United.

Mirror segir að Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum Man Utd, hafi fundað með framkvæmdastjóranum Omar Berrada og í forgangi verði að fá inn heimsklassa varnartengilið á miðsvæðið, í stað Casemiro sem er á förum.

Adam Wharton, Elliot Anderson og Carlos Baleba eru meðal leikmanna sem eru á blaði hjá United.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner