Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hincapie á leið til Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal hefur náð samkomulagi við Leverkusen um varnarmanninn Piero Hincapie.

Hann mun fara á láni til Arsenal út tímabilið. Arsenal hefur síðan möguleika á að festa kaup á honum fyrir um það bil 40 milljónir punda.

Hann hefur fengið leyfi frá Leverkusen að fara í læknisskoðum um helgina. Hann hefur samþykkt fimm ára samning við Arsenal.

Þetta samkomulag veldur því að Jakub Kiwior muni fara till Porto. Hann fer á lánssamning út tímabilið en portúgalska félagið mun síðan kaupa hann fyrir 24 milljónir punda.

Hincapie er 23 ára gamall landsliðsmaður Ekvador. Hann gekk til liðs við Leverkusen frá Talleres í Argentínu árið 2021. Hann hefur spilað 166 leiki fyrir þýska liðið og skorað sjö mörk.
Athugasemdir