Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 11:16
Elvar Geir Magnússon
Liverpool stuðningsmaðurinn sem móðgaði Simeone stígur fram
Dómarinn Maurizio Mariani gefur Diego Simeone brottvísun.
Dómarinn Maurizio Mariani gefur Diego Simeone brottvísun.
Mynd: EPA
Diego Simeone, stjóri Atletico Madríd, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að rífast við stuðningsmann Liverpool í lokin á viðureign liðanna í Meistaradeildinni í gær. Atvikið átti sér stað eftir sigurmark Virgil van Dijk í uppbótartíma.

Simeone segist hafa fengið að heyra það allan leikinn en hann gekk upp að umræddum stuðningsmanni sem hafði hreytt einhverjum fúkyrðum í átt að honum. Öryggisverðir stigu svo á milli.

„Fæ ég stoðsendingu?" skrifaði stuðningsmaðurinn kíminn á samfélagsmiðlinum X. Hann heitir Jonny Poulter og á prófílmynd sinni sést hann standa við hlið Arne Slot, stjóra Liverpool.

Simeone segir að það verði afleiðingar af þeirri framkomu sem hann hafi orðið fyrir á Anfield og ýjar að refsingu frá UEFA.

„Þegar þeir skora þriðja markið þá sneri hann sér við og móðgaði mig. Ég er persóna og manneskja,“ sagði Simeone eftir leikinn.




Athugasemdir
banner