Það komu fréttir af því í morgun að Man Utd væri ekki búið að ná samkomulagi við Antwerp í Belgíu um markvörðinn Senne Lammens.
Man Utd er í miklum vandræðum en Altay Bayindir hefur byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins og verið mjög ósannfærandi. Andre Onana átti mjög slæman dag gegn Grimsby í deildabikarnum á dögunum.
Man Utd er í miklum vandræðum en Altay Bayindir hefur byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins og verið mjög ósannfærandi. Andre Onana átti mjög slæman dag gegn Grimsby í deildabikarnum á dögunum.
Fabrizio Romano greinir frá því í kvöld að Man Utd hafi ekki gefist upp á Lammens og félagið ætlar að gera lokatilraun fyrir lok sumargluggans en United hefur til mánudags að klára kaupin.
Lammens hefur einnig verið orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.
Athugasemdir