Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 29. september 2017 20:45
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu menn í Inkasso-deildinni 2017
Bestur í Inkasso-deildinni 2017 - Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Bestur í Inkasso-deildinni 2017 - Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegastur í Inkasso-deildinni 2017 - Ísak Óli Ólafsson.
Efnilegastur í Inkasso-deildinni 2017 - Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti þjálfarinn í Inkasso-deildinni 2017 - Jóhannes Karl Guðjónsson.
Besti þjálfarinn í Inkasso-deildinni 2017 - Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeppe Hansen var markakóngur deildarinnar með 15 mörk en hann er einnig í liði ársins.
Jeppe Hansen var markakóngur deildarinnar með 15 mörk en hann er einnig í liði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var lið ársins í Inkasso-deild karla opinberað í Petersen svítunni í gamla bíó. Fótbolti.net fylgdist vel með Inkasso-deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2017:
Sindri Kristinn Ólafsson - Keflavík

Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
Orri Sveinn Stefánsson - Fylkir
Marc McAusland - Keflavík
Ásgeir Eyþórsson - Fylkir

Ásgeir Börkur Ásgeirsson Fylkir
Emil Ásmundsson - Fylkir
Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík

Jeppe Hansen - Keflavík
Albert Brynjar Ingason - Fylkir
Viktor Jónsson - Þróttur R.



Varamannabekkur:
Arnar Darri Pétursson - Þróttur R.
Andy Pew - Selfoss
Grétar Sigfinnur Sigurðarson - Þróttur R.
Leifur Andri Leifsson - HK
Oddur Ingi Guðmundsson - Fylkir
Lasse Rise - Keflavík
Björgvin Stefánsson - Haukar

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Aron Snær Friðriksson (Fylkir), Guðjón Orri Sigurjónsson (Selfoss), Arnar Freyr Ólafsson (HK), Aron Birkir Stefánsson (Þór).
Varnarmenn: Marko Nikolic (Keflavík), Andri Jónasson (ÍR), Elís Rafn Björnsson (Fylkir), Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.), Hlynur Hauksson (Þróttur R.), Alexander Freyr Sindrason (Haukar), Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.), Kristján Örn Sigurðsson (Þór), Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram), Simon Smidt (Fram), Guðmundur Þór Júlíusson (HK), Birkir Valur Jónsson (HK), Andri Þór Jónsson (Fylkir).
Miðjumenn: Viktor Helgi Benediktsson (HK), Andrés Már Jóhannesson (Fylkir), Frans Elvarsson (Keflavík), Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.), Grétar Snær Gunnarsson (HK), Adam Árni Róbertsson (Keflavík), Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.), Oddur Björnsson (Þróttur R.) Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.), Ásgeir Marteinsson (HK), Viktor Örn Gðmundsson (ÍR), James Mack (Selfoss), Svavar Berg Jóhannson (Selfoss)
Sóknarmenn: Bjarni Gunnarsson (HK), Brynjar Jónasson (HK), Jóhann Helgi Hannesson (Þór), Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir), Haukur Ásberg HIlmarsson (Haukar).



Þjálfari ársins: Jóhannes Karl Guðjónsson - HK
Jóhannes Karl gerði magnaða hluti með HK á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari. HK var spáð 9. sæti en liðið endaði í 4. sæti með 39 stig líkt og Þróttur sem var í 3. sætinu. HK fór á mikið flug í seinni umferðinni en þar vann liðið tíu af ellefu leikjum og var nálægt því að blanda sér í baráttuna um sæti í Pepsi-deildinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Helgi Sigurðsson (Fylkir), Guðlaugur Baldursson (Keflavík).

Leikmaður ársins: Ásgeir Börkur Ásgeirsson -Fylkir
Fyrirliði Fylkismanna var fremstur í flokki í Árbænum í sumar. Fylkismenn unnu Inkasso-deildina og tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik með stæl. Ásgeir Börkur var gríðarlega öflugur á miðjunni og hjálpaði Fylkismönnum mikið í leikjum sumarsins. Fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar kusu hann leikmann ársins.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Albert Brynjar Ingason (Fylkir), Jeppe Hansen (Keflavík), Emil Ásmundsson (Fylkir), Marc McAusland (Keflavík), Björgvin Stefánsson (Haukar), Hólmar Örn Rúarsson (Keflavík)

Efnilegastur: Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
Hinn 17 ára gamli Ísak hjálpaði Keflavík upp í Pepsi-deildina í sumar. Ísak spilaði alla leiki liðsins nema einn. Ísak byrjaði sumarið á miðjunni en fór síðan í vörnina þar sem hann var frábær. Fer að gera sterkt tilkall í U21 árs landsliðið þrátt fyrir að vera löglegur líka í næstu og þarnæstu undankeppni!
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir), Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík), Helgi Guðjónsson (Fram), Adam Árni Róbertsson (Keflavík), Aron Snær Friðriksson (Fylkir), Viktor Helgi Benediktsson (HK), Birkir Valur Jónsson (HK), Leonard Sigurðsson (Keflavík), Grétar Snær Gunnarsson (HK).

Ýmsir molar:
- Marc McAusland var með 20 atkvæði af 22 mögulegum í lið ársins.

- Jeppe Hansen og Albert Brynjar Ingason voru með 19 af 22 mögulegum atkvæðum.

- Bræðurnir Sindri Kristinn Ólafsson og Ísak Óli Ólafsson úr Keflavík eru í liðinu. Þeir eiga bjarta framtíð en Sindri er tvítugur og Ísak 17 ára.

- Fylkir og Keflavík fóru upp úr deildina og eiga bæði fimm leikmenn í liði ársins. Það er mjög vel af sér vikið.

- Tólf leikmenn úr Fylki fengu atkvæði í vali á liði ársins.

- Leiknir Fáskrúðsfirði og Grótta féllu en engir leikmenn úr þessum liðum fengu atkvæði

- Lasse Rise, leikmaður Keflavíkur, komst á bekkinn í kjöri á liði ársins þrátt fyrir að hafa ekki komið inn í deildina fyrr en hún var hálfnuð í júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner