De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 29. september 2023 14:05
Elvar Geir Magnússon
Dean Martin kynntur sem aðstoðarþjálfari ÍA (Staðfest)
watermark Dean Martin er nýr aðstoðarþjálfari ÍA.
Dean Martin er nýr aðstoðarþjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA með áherslu á styrktarþjálfun og þróun ungra leikmanna.

Þetta hefur verið staðfest en Fótbolti.net greindi frá þessu í síðustu viku. Hann mun aðstoða Jón Þór Hauksson sem stýrði ÍA til sigurs í Lengjudeildinni á þessu tímabili.

Dean Martin hefur verið þjálfari Selfyssinga síðan 2018 en lét af störfum nýlega, eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni.

Dean hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Dean hefur spilað 169 leiki fyrir ÍA og skorað 20 mörk en einnig á hann fjölda leikja með öðrum liðum innanlands og erlendis.

Dean er með UEFA Pro og er með BSc gráðu í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur komið að þjálfun hjá KA, Breiðabliki U19, ÍA, ÍBV og HK og Selfossi þar sem hann var síðast. Dean hefur einnig komið að þjálfun yngri liða landsliðsins.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið jafn reynslumikinn þjálfara inn í þjálfarateymið okkar," segir í tilkynningu ÍA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner