Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 29. september 2024 20:10
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum betra liðið í dag, bara eins og í síðasta leik en við fáum ekkert fyrir það. Við þurfum að nýta þessi færi sem við fáum en við gerðum það ekki í dag." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„KA menn fá ekki mörg færi, mér finnst ég vera að segja alltaf sömu söguna, en það er bara staðreyndin. Við spiluðum bara vel í dag, og vorum aggressívir og sköpuðum okkur fullt af möguleikum, fín færi. Síðan er okkur bara refsað, annað og þriðja markið, okkur er bara refsað grimmilega. Þegar við erum að sækja, þeir bara skyndi 'breika' á okkur. Við eigum samt að gera betur í öllum þessum mörkum. Mark eftir 30 sekúndur á okkur, við brugðumst vel við því. Við áttum allan fyrri hálfleik og alla leið kannski fram að 3-1 markinu, fannst mér við eiga þennan leik. En við fáum ekkert stig fyrir það, og það er leiðinlegt."

Þetta hefur verið saga Fylkis í sumar, þar sem menn tala um að þeir hafi spilað vel, en þeir ná ekki í nein stig. 

„Þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt. En maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna alltaf. Vonandi náum við bara að fara með aðra tuggu í næstu þrem leikjum. Það er auðvitað markmiðið okkar, við erum í þessu ennþá og við verðum að hafa trú á þessu. Það er það eina sem gildir í þessu, við verðum að spila eins og við erum búnir að vera gera og nýta færin okkar betur. Ef við spilum svona áfram, þá eigum við betri möguleika á að vinna leikina. Nú er bara HK næsta sunnudag og það er bara dauði eða djöfull."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner