Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   sun 29. september 2024 20:10
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum betra liðið í dag, bara eins og í síðasta leik en við fáum ekkert fyrir það. Við þurfum að nýta þessi færi sem við fáum en við gerðum það ekki í dag." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„KA menn fá ekki mörg færi, mér finnst ég vera að segja alltaf sömu söguna, en það er bara staðreyndin. Við spiluðum bara vel í dag, og vorum aggressívir og sköpuðum okkur fullt af möguleikum, fín færi. Síðan er okkur bara refsað, annað og þriðja markið, okkur er bara refsað grimmilega. Þegar við erum að sækja, þeir bara skyndi 'breika' á okkur. Við eigum samt að gera betur í öllum þessum mörkum. Mark eftir 30 sekúndur á okkur, við brugðumst vel við því. Við áttum allan fyrri hálfleik og alla leið kannski fram að 3-1 markinu, fannst mér við eiga þennan leik. En við fáum ekkert stig fyrir það, og það er leiðinlegt."

Þetta hefur verið saga Fylkis í sumar, þar sem menn tala um að þeir hafi spilað vel, en þeir ná ekki í nein stig. 

„Þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt. En maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna alltaf. Vonandi náum við bara að fara með aðra tuggu í næstu þrem leikjum. Það er auðvitað markmiðið okkar, við erum í þessu ennþá og við verðum að hafa trú á þessu. Það er það eina sem gildir í þessu, við verðum að spila eins og við erum búnir að vera gera og nýta færin okkar betur. Ef við spilum svona áfram, þá eigum við betri möguleika á að vinna leikina. Nú er bara HK næsta sunnudag og það er bara dauði eða djöfull."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner