Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
banner
   sun 29. september 2024 20:10
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum betra liðið í dag, bara eins og í síðasta leik en við fáum ekkert fyrir það. Við þurfum að nýta þessi færi sem við fáum en við gerðum það ekki í dag." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„KA menn fá ekki mörg færi, mér finnst ég vera að segja alltaf sömu söguna, en það er bara staðreyndin. Við spiluðum bara vel í dag, og vorum aggressívir og sköpuðum okkur fullt af möguleikum, fín færi. Síðan er okkur bara refsað, annað og þriðja markið, okkur er bara refsað grimmilega. Þegar við erum að sækja, þeir bara skyndi 'breika' á okkur. Við eigum samt að gera betur í öllum þessum mörkum. Mark eftir 30 sekúndur á okkur, við brugðumst vel við því. Við áttum allan fyrri hálfleik og alla leið kannski fram að 3-1 markinu, fannst mér við eiga þennan leik. En við fáum ekkert stig fyrir það, og það er leiðinlegt."

Þetta hefur verið saga Fylkis í sumar, þar sem menn tala um að þeir hafi spilað vel, en þeir ná ekki í nein stig. 

„Þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt. En maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna alltaf. Vonandi náum við bara að fara með aðra tuggu í næstu þrem leikjum. Það er auðvitað markmiðið okkar, við erum í þessu ennþá og við verðum að hafa trú á þessu. Það er það eina sem gildir í þessu, við verðum að spila eins og við erum búnir að vera gera og nýta færin okkar betur. Ef við spilum svona áfram, þá eigum við betri möguleika á að vinna leikina. Nú er bara HK næsta sunnudag og það er bara dauði eða djöfull."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner