Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 29. september 2024 20:10
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum betra liðið í dag, bara eins og í síðasta leik en við fáum ekkert fyrir það. Við þurfum að nýta þessi færi sem við fáum en við gerðum það ekki í dag." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„KA menn fá ekki mörg færi, mér finnst ég vera að segja alltaf sömu söguna, en það er bara staðreyndin. Við spiluðum bara vel í dag, og vorum aggressívir og sköpuðum okkur fullt af möguleikum, fín færi. Síðan er okkur bara refsað, annað og þriðja markið, okkur er bara refsað grimmilega. Þegar við erum að sækja, þeir bara skyndi 'breika' á okkur. Við eigum samt að gera betur í öllum þessum mörkum. Mark eftir 30 sekúndur á okkur, við brugðumst vel við því. Við áttum allan fyrri hálfleik og alla leið kannski fram að 3-1 markinu, fannst mér við eiga þennan leik. En við fáum ekkert stig fyrir það, og það er leiðinlegt."

Þetta hefur verið saga Fylkis í sumar, þar sem menn tala um að þeir hafi spilað vel, en þeir ná ekki í nein stig. 

„Þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt. En maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna alltaf. Vonandi náum við bara að fara með aðra tuggu í næstu þrem leikjum. Það er auðvitað markmiðið okkar, við erum í þessu ennþá og við verðum að hafa trú á þessu. Það er það eina sem gildir í þessu, við verðum að spila eins og við erum búnir að vera gera og nýta færin okkar betur. Ef við spilum svona áfram, þá eigum við betri möguleika á að vinna leikina. Nú er bara HK næsta sunnudag og það er bara dauði eða djöfull."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner