Ruben Amorim virðist vera maðurinn sem Manchester United er með efst á óskalista sínum eftir að Erik ten Hag var rekinn úr starfi í hádeginu í gær.
Amorim er 39 ára gamall og hefur stýrt Sporting frá Lissabon síðan 2020. Liðið hefur orðið portúgalskur meistari tvisvar undir hans stjórn og er sem stendur á toppi deildarinnar, búið að vinna alla leiki sína til þessa.
Amorim er 39 ára gamall og hefur stýrt Sporting frá Lissabon síðan 2020. Liðið hefur orðið portúgalskur meistari tvisvar undir hans stjórn og er sem stendur á toppi deildarinnar, búið að vinna alla leiki sína til þessa.
Hjá Sporting hefur Amorim helst notað 3-4-3 leikkerfi með sóknarsinnaða vængbakverði. Án boltans er notuð áköf pressa og hraðar sóknir þegar liðið er með boltann.
Vefsíðan thefalse9 sem fjallar um fótbolta út frá taktísku sjónarhorni hefur skrifað um það hvernig lið Man Utd gæti litið út ef Amorim tekur við, miðað við núverandi leikmannahóp og hans taktískar áherslur.
Samkvæmt þeirri grein gæti liðið litið svona út:
„Ef hann verður ráðinn, þá gæti taktísk hugmyndafræði Ruben Amorim endurlífgað spilamennsku Manchester United. Yfirveguð en á sama tíma áköf nálgun hans á vörn og kraftmikill og tölumiðaður sóknarleikur hans myndi færa liðinu taktíska fágun sem hefur vantað síðan Sir Alex Ferguson hætti störfum. Þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort stíll Amorim myndi virka jafn óaðfinnanlega í ensku úrvalsdeildinni og í Portúgal, þá eru möguleikarnir á skipulögðu, árásargjörnu og spennandi United undir handleiðslu Amorim heillandi fyrir aðdáendur og leikmenn," segir í greininni sem má lesa hérna.
Athugasemdir