Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. október 2024 08:37
Elvar Geir Magnússon
Er United að ráða manninn sem City ætlaði að taka?
Rúben Amorim mun líklega taka við Manchester United.
Rúben Amorim mun líklega taka við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa viðræður Manchester United við Rúben Amorim, stjóra Sporting Lissabon, gengið vel og virðist líklegt að hann taki við liðinu.

Erik ten Hag var rekinn í gær og Ruud van Nistelrooy ráðinn bráðabirgðastjóri á meðan félagið finnur framtíðarmann.

Mirror segir að Amorim hafi verið líklegastur sem næsti stjóri Manchester City en mögulegt er að Pep Guardiola láti af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Hugo Viana er að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá City en hann er hjá Sporting.

Amorim var meðal þeirra sem voru orðaðir við Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn og þá fór hann og fundaði með West Ham í sumar.

Daily Mail segir að Amorim, sem er 39 ára, hafi verið búinn að ákveða að hætta með Sporting eftir þetta tímabil en hafi fyrir mánuði síðan fengið upplýsingar um að Manchester United hefði áhuga á því að ráða sig ef félagið færi í stjóraskipti. Hann er sagður hafa átt tvo langa fundi með United.

Hann stýrði Sporting til síns fyrsta portúgalska meistaratitils í nítján ár árið 2021 og vakti þá mikla athygli, 36 ára gamall á þeim tíma. Hann vann svo annan portúgalskan titil með liðinu á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner