Gríska félagið Panathinaikos hefur rekið úrúgvæska þjálfarann Diego Alonso. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.
Alonso tók við Panathinaikos í sumar og gerði þá tveggja ára samning, en stóðst ekki þær væntingar sem félagið gerði til hans og náði aðeins í þrjá sigra í fyrstu níu deildarleikjunum.
Íslendingarnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason eru á mála hjá Panathinaikos.
Hörður náði aldrei að spila fyrir Alonso þar sem hann var að stíga upp úr meiðslum en Sverrir var fastamaður undir stjórn úrúgvæska þjálfarans.
Stuðningsmenn höfðu kallað eftir því síðustu vikur að Alonso yrði rekinn og jafnframt að iannis Papadimitriou, tæknilegur stjórnandi félagsins, yrði einnig látinn fara. Þeir hafa að minnsta kosti fengið eina ósk uppfyllta.
Panathinaikos tilkynnti í kvöld að það væri búið að reka Alonso og þjálfarateymi hans og þakkaði þeim fyrir.
Ekki er ljóst hver mun taka við keflinu af honum.
Thank you and best of luck for the future coach Alonso.#PAOFC #Panathinaikos pic.twitter.com/bSlVrEARl5
— Panathinaikos F.C. (@paofc_) October 29, 2024
Athugasemdir