Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Konate ekki með gegn Man City - Óttast að hann missi af mörgum leikjum
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Ibrahima Konate verður ekki með Liverpool gegn Manchester City er liðin mætast í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Anfield á sunnudag. Óttast er að hann missi af mörgum leikjum vegna meiðsla.

Konate meiddist á hné í 2-0 sigri Liverpool á Real Madrid á miðvikudag eftir baráttu við Endrick.

Varnarmaðurinn kláraði leikinn og gat hjálpað liði sínu að vinna fimmta leikinn í Meistaradeildinni á tímabilinu og koma því í útsláttarkeppnina.

Frakkinn hefur myndað magnað miðvarðarpar með Virgil van Dijk síðustu ár. Á þessu tímabili hefur liðið aðeins fengið á sig átta mörk í ensku úrvalsdeildinni og eitt í Meistaradeild, sem sýnir mikilvægi þeirra í vörninni.

Liverpool neyðist til að vera án hans í stórleiknum gegn Manchester City um helgina og gæti þá misst af fleiri leikjum í þessum mánuði, en þetta segir Paul Joyce hjá Times.

Jarell Quansah eða Joe Gomez mun væntanlega leysa hann af hólmi. Báðir hafa spilað rúmar 200 mínútur á þessu tímabili.

Liverpool er með átta stiga forystu á Man City eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner