Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 29. desember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Bayern Munchen í viðræðum um kaup á Karólínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska stórliðið Bayern Munchen er í viðræðum við Breiðablik um að kaupa landsliðskonuna Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

„Þeir hafa mikinn áhuga á henni og við erum í viðræðum við þá," sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Bayern Munchen er á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið alla tólf leiki sína á tímabilinu og er með markatöluna 40:1!

Núverandi meistarar í Wolfsburg eru fimm stigum á eftir Bayern í augnablikinu. Sveindís Jane Jónsdóttir gekk til liðs við Wolfsburg í gær en hún mun vera á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð á næsta ári.

Hin 19 ára gamla Karólína varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar og kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í undankeppni EM.

Karólína hefur skorað 32 mörk í 88 leikjum með Breiðabliki síðan hún kom til félagsins frá FH fyrir þremur árum.

Hún hefur á þeim tíma unnið tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og farið með liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner