Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 30. janúar 2020 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: ÍA meistari eftir stórsigur gegn Blikum
Tryggvi Hrafn var maður leiksins.
Tryggvi Hrafn var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 5 ÍA
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('16)
0-2 Marteinn Theodórsson ('29)
0-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('36)
0-4 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('52)
1-4 Gísli Eyjólfsson ('54)
2-4 Benedikt V. Waren ('61)
2-5 Steinar Þorsteinsson ('66, víti)
Rautt spjald: Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik ('74)
Rautt spjald: Brynjólfur Darri Willumsson, Breiðablik ('75)

ÍA vann Fótbolta.net mótið með frábærum sigri gegn sterku liði Blika. Tryggvi Hrafn Haraldsson lék á alls oddi og skoraði glæsilega þrennu.

Tryggvi gerði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung, hann vippaði boltanum þá laglega yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika eftir stoðsendingu frá Steinari Þorsteinssyni.

Marteinn Theodórsson tvöfaldaði forystuna eftir varnarmistök Blika og gerði Tryggvi Hrafn þriðja markið með hælspyrnu eftir frábæran einleik. Staðan 0-3 í leikhlé.

Tryggvi fullkomnaði þrennuna í upphafi síðari hálfleiks en Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn fyrir Blika með skalla skömmu síðar. Benedikt V. Waren minnkaði muninn enn frekar á 61. mínútu en Skagamenn voru hvergi hættir.

Steinar Þorsteins skoraði úr vítaspyrnu á 66. mínútu og fengu tveir leikmenn Blika rautt spjald skömmu síðar. Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Willumsson misstu stjórn á skapi sínu. Þeir voru báðir reknir af velli með stuttu millibili og því ómögulegt fyrir níu Blika að koma til baka.

Blikar spiluðu vel eftir að hafa lent tveimur mönnum undir en náðu ekki að minnka muninn og lokatölur 2-5. ÍA er meistari Fótbolta.net mótsins 2020!
Athugasemdir
banner
banner