Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
PSG er í viðræðum um Hakim Ziyech
Mynd: Getty Images

Sky Sport greinir frá því að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain séu í viðræðum við Chelsea um að fá Hakim Ziyech til sín á lánssamningi.


Ziyech hefur hlutverk undir stjórn Graham Potter en er áfram eftirsóttur af liðum í Evrópu. AC Milan og AS Roma hafa sýnt mestan áhuga en Milan á ekki efni á honum og ætlaði Roma að selja Nicoló Zaniolo til að fjármagna kaupin, en það mistókst.

PSG sárvantar leikmenn í hópinn hjá sér þar sem þeir eru aðeins 22 talsins. Í framlínunni eru til að mynda aðeins fjórir liðtækir leikmenn eftir að Pablo Sarabia var seldur til Wolves.

Ziyech er 29 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað í holunni fyrir aftan fremsta mann. Hann hefur verið þekktur lengi í fótboltaheiminum en sannaði gæðin sín með marokkóska landsliðinu á HM í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner