Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
AGF sagt hafa boðið 120 milljónir króna í Mikael
Mikael gæti farið á flakk í sumar.
Mikael gæti farið á flakk í sumar.
Mynd: Getty Images
AGF er að reyna að kaupa Mikael Neville Anderson frá Midtjylland að sögn Ekstra Bladet í Danmörku.

Fjölmiðillinn segir að AGF hafi boðið Midtjylland sex milljónir danskra króna fyrir Mikael. Það jafngildir tæplega 120 milljónum íslenskra króna.

Það er ekki skrifað um það hvort að Midtjylland hafi tekið eða neitað tilboðinu. Mikael er 22 ára gamall kantmaður og miðjumaður sem er samningsbundinn Midtjylland til 2024.

Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi á Viaplay, segir að Mikael hafi verið á vellinum þegar AGF vann AaB í vítaspyrnukeppni síðasta föstudag. Það var úrslitaleikur um sæti í Evrópukeppni en Jón Dagur Þorsteinsson var ískaldur á vítapunktinum í leiknum.

Það er möguleiki á því að Mikael og Jón Dagur verði bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði á næsta tímabili. Það eru hins vegar einnig sögusagnir í kringum Jón Dag. Það var sagt frá því í útvarpsþættinum í gær að félagslið frá Hollandi væru að sýna honum áhuga.


Íslenski boltinn - Rok í Lengjudeildinni og þeir bestu aftast
Athugasemdir
banner
banner
banner