Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. maí 2021 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Jón Dagur ískaldur á punktinum - AGF í Sambandsdeild UEFA
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði úr víti á 120. mínútu í framlengingu og hjálpaði þeim svo að vinna vítakeppnina
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði úr víti á 120. mínútu í framlengingu og hjálpaði þeim svo að vinna vítakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson og hans menn í AGF munu spila í forkeppni Sambandsdeildar UEFA fyrir næsta tímabil eftir að liðið vann Álaborg eftir vítakeppni í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn byrjaði inná hjá AGF í þessum hreina úrslitaleik um sæti í Sambandsdeildinni en það er þriðja félagsliðakeppnin á vegum UEFA.

AGF komst yfir með marki frá Bror Blume á 20. mínútu áður en Álaborg jafnaði úr vítaspyrnu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að fara með leikinn í framlengingu.

Álaborg komst yfir á 109. mínútu og var útlit fyrir að liðið væri á leið í Evrópukeppni í sumar en Jón Dagur hélt þó ekki. AGF fékk vítaspyrnu undir lok framlengingar eftir að leikmaður Álaborgar handlék knöttinn. VAR-skjárinn var skoðaður og vítaspyrna dæmd en Jón Dagur fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Því þurfti vítakeppni til að skera úr um hvaða lið myndi spila í Evrópu og þar hafði AGF betur, 3-1.

Jón Dagur skoraði líka í vítaspyrnukeppninni og hjálpaði AGF að komast inn í Sambandsdeild UEFA.
Athugasemdir
banner
banner