Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 30. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Þróttar tók sér pásu til að starfa í kristilegum söfnuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins hefur komið frábærlega inn í lið Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna á tímabilinu.

Cousins er 24 ára miðjumaður og lék með Tennessee háskólanum í Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínum ferli og á að baki fjölda leikja með hinu geysisterka U20 ára landsliði Bandaríkjanna og lék m.a. með því á HM U20 kvenna árið 2016.

Hún var lykilmaður í sterku liði Tennessee á þeim tíma sem hún lék þar og var tvisvar valinn í úrvalslið allra háskóla í Bandaríkjunum.

Hún var í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur á Stjörnunni í síðustu viku. Hún tók sér frí í fótbolta eftir háskólanám til að vinna í kristilegum söfnuði.

„Þetta hefur verið frábært, mér finnst liðsfélagarnir frábærar, gott fólk og gaman að vera með þeim. Það er nokkuð liðið síðan ég spilaði það sem þið kallið fótbolta. Ég er að njóta mín vel. Ég spilaði síðast fótbolta í nóvember 2019 og hef síðan unnið í kristilegum söfnuði síðan ég útskrifaðist úr háskólanum. Núna er ég hérna," sagði Cousins eftir sigur á Stjörnunni.

Á vefsíðu Tennessee háskólans segir að Cousins hafi lært leiklist og hún kunni að spila á franskt horn. Hrikalega öflug fótboltakona líka.
Cousins: Langt síðan ég spilaði það sem þið kallið fótbolta
Athugasemdir
banner
banner