Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. júní 2021 13:42
Innkastið
„Í guðanna bænum, getum við fengið aðeins skemmtilegri fótbolta"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals tróna á toppi Pepsi Max-deildarinnar en í Innkastinu á Fótbolta.net var kallað eftir því að liðið færi að hækka skemmtanagildið í leik sínum.

Valsmenn hafa verið að kreista út sigra án glæsibrags og Ingólfur Sigurðsson vill sjá liðið fara að bjóða uppá áhorfendavænni spilamennsku. Valur gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki í síðustu umferð.

„Ég ætla að vera alveg heiðarlegur. Ég gerði nokkrar tilraunir til að horfa á þennan leik og ég þurfti þær nokkrar því mér fannst Valsliðið afskaplega illa spilandi í þessum leik. Mér fannst erfitt að horfa á þá, mér fannst þungt að horfa á þá. Þeir eru massífir og erfitt að brjóta þá á bak aftur en skemmtilegra liðið á vellinum var Fylkir," segir Ingólfur.

„Valsmenn eru þunglamalegir og ekki skemmtilegir áhorfs. Það var frítt á völlinn og það voru ekki margir í stúkunni. Það er hægt að kenna öllu öðru um, það er sumar og EM, en hinn almenni Valsari hefur ekkert sérstaklega gaman að spilamennsku þessa liðs. Þeir þurfa að brydda upp á einhverju til að auka skemmtanagildið. Með alla þessa leikmenn... í guðanna bænum, getum við fengið aðeins skemmtilegri fótbolta."

Tómas Þór Þórðarson segir að það sé sanngjörn krafa á Val að bjóða upp á meiri skemmtun.

„Það er skrítið að umræða um liðið sem er með fimm stiga forskot á toppnum, hefur bara tapað einum fótboltaleika, að eina góða sem fólk hefur að segja er að þeir séu ólseigir. Við erum ekki að tala um að þeir þurfi að umbylta sínum leik, geta þeir ekki bara sýnt okkur það sem þeir sýndu í fyrra?" segir Tómas og Ingólfur bætir við:

„Þetta fer að verða eins og Barcelona og Real Madrid á Spáni. Þau vinna alltaf en það skiptir máli hvernig þau gera það."

Valsmenn taka á móti FH annað kvöld klukkan 19:15 á Origo vellinum.
Innkastið - Blikar berjast um titilinn og falldraugur fluttur í Kórinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner