Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 30. júlí 2025 21:27
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Dóri Árna, þjálfari Breiðablik
Dóri Árna, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þegar við byrjum að spjalla núna þá verðum við að taka út fyrir sviga hvernig fyrri leikurinn fór ef við ætlum einhverneigin að líta á allt út frá því að þeir hafi ekki verið modiveiraðir og að einvígið væri búið þá gætum við alveg eins sleppt því að spjalla og ég ætla að fá að gleyma því í smá stund" sagði Halldór Árnason eftir 1-0 tap gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Við ætluðum að nota þennan leik til að prófa nýja hluti, byrja í nýrri upphafstöðu í varnarleik og eitthvað sem við höfum aldrei gert áður og við höfum æft einusinni. Mér fannst það ganga vel, mér fannst við vera vinna boltann af þeim í góðum stöðum, þvinga þá í erfiða hluti."

„Við eigum endalaust af stöðum og snertingum inn í teignum og við bara veðrum bara að gera betur og auðvitað er það enþá erfiðara á móti svona andstæðing en ég er mjög ánægður með það hversu vel við héldum í boltann, mér sýndist á tölfræðinni að við höfum verið með fleiri sendingar sem er auðvitað mjög jákvætt og allar þessar stöður og færi sem við fáum og mér skilst við hafa átt að fá víta þarna í lokin en mér skilst að þeir noti ekki VAR þegar úrslitin eru ráðin þannig það er ekkert mál og þá er það bara þannig en það hefði verið sætt að fá að jafna leikinn þar en það voru mörg jákvæð svör sem við lögðum fram fyrir þennan leik."


Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega.

„Fyrir nákvæmlega tveimur árum vorum við að detta út á sama stað eftir hörkuleik á móti FCK og á sama tíma var Mostar að detta út. Mostar liðið er mjög sterkt, við þekkjum það og við vorum þarna fyrir tveimur árum nánast upp á dag og núna verðum við að vera rosalega klókir og taka lærdóm úr því sem við höfum gert í sumar og það sem gerðist fyrir tveimur árum þótt það sé langt síðan."

„Þetta er andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi í báðum leikjunum og við ætlum bara að gera allt sem við getum til að slá þá út og ekki vera bíða eftir einhverju öðru play-offsi og það er bara þannig."


Athugasemdir
banner
banner