Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 30. júlí 2025 21:27
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Dóri Árna, þjálfari Breiðablik
Dóri Árna, þjálfari Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þegar við byrjum að spjalla núna þá verðum við að taka út fyrir sviga hvernig fyrri leikurinn fór ef við ætlum einhverneigin að líta á allt út frá því að þeir hafi ekki verið modiveiraðir og að einvígið væri búið þá gætum við alveg eins sleppt því að spjalla og ég ætla að fá að gleyma því í smá stund" sagði Halldór Árnason eftir 1-0 tap gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Við ætluðum að nota þennan leik til að prófa nýja hluti, byrja í nýrri upphafstöðu í varnarleik og eitthvað sem við höfum aldrei gert áður og við höfum æft einusinni. Mér fannst það ganga vel, mér fannst við vera vinna boltann af þeim í góðum stöðum, þvinga þá í erfiða hluti."

„Við eigum endalaust af stöðum og snertingum inn í teignum og við bara veðrum bara að gera betur og auðvitað er það enþá erfiðara á móti svona andstæðing en ég er mjög ánægður með það hversu vel við héldum í boltann, mér sýndist á tölfræðinni að við höfum verið með fleiri sendingar sem er auðvitað mjög jákvætt og allar þessar stöður og færi sem við fáum og mér skilst við hafa átt að fá víta þarna í lokin en mér skilst að þeir noti ekki VAR þegar úrslitin eru ráðin þannig það er ekkert mál og þá er það bara þannig en það hefði verið sætt að fá að jafna leikinn þar en það voru mörg jákvæð svör sem við lögðum fram fyrir þennan leik."


Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega.

„Fyrir nákvæmlega tveimur árum vorum við að detta út á sama stað eftir hörkuleik á móti FCK og á sama tíma var Mostar að detta út. Mostar liðið er mjög sterkt, við þekkjum það og við vorum þarna fyrir tveimur árum nánast upp á dag og núna verðum við að vera rosalega klókir og taka lærdóm úr því sem við höfum gert í sumar og það sem gerðist fyrir tveimur árum þótt það sé langt síðan."

„Þetta er andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi í báðum leikjunum og við ætlum bara að gera allt sem við getum til að slá þá út og ekki vera bíða eftir einhverju öðru play-offsi og það er bara þannig."


Athugasemdir
banner