Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 30. júlí 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vissum alveg að við værum 7-1 og við gátum svosem alveg sagt að þetta væri búið en við ætluðum að leggja okkur hundrað prósent fram og mér fannst við alveg gera það." sagði Gabríel Snær Hallsson leikmaður Breiðablik eftir tapið gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Mér fannst við miklu betri í þessum leik og hefðum geta nýtt færin en við gerum það bara í næsta leik."

Gabríel Snær Hallsson byrjaði í liði Breiðablik í kvöld. Kom það þér á óvart að fá kallið?

„Ég var ekkert eitthvað mjög hissa en ég reyndi bara að nýta mér tækifærið og mér fannst ég gera það bara."

Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega

„Ég veit að liðið okkar þekki það. Ég var ekki á þeim tíma þegar við mættum þeim síðast. Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað og keppa á móti þeim í þessum hita og allt það en við verðum bara að gera það og ná góðum úrslitum."

Það er stutt á milli leikja hjá Breiðablik og lítið frí. Framundan er verkefni gegn KA næstkomandi sunnudag. 

„Mér lýst bara vel á þetta. Ég elska fótbolta og ég væri frekar til í að vera í fótbolta heldur en að fara út til Vestmannaeyja á þjóðhátíð og ég bara hlakka til."


Athugasemdir
banner
banner