Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   mið 30. júlí 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vissum alveg að við værum 7-1 og við gátum svosem alveg sagt að þetta væri búið en við ætluðum að leggja okkur hundrað prósent fram og mér fannst við alveg gera það." sagði Gabríel Snær Hallsson leikmaður Breiðablik eftir tapið gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Mér fannst við miklu betri í þessum leik og hefðum geta nýtt færin en við gerum það bara í næsta leik."

Gabríel Snær Hallsson byrjaði í liði Breiðablik í kvöld. Kom það þér á óvart að fá kallið?

„Ég var ekkert eitthvað mjög hissa en ég reyndi bara að nýta mér tækifærið og mér fannst ég gera það bara."

Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega

„Ég veit að liðið okkar þekki það. Ég var ekki á þeim tíma þegar við mættum þeim síðast. Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað og keppa á móti þeim í þessum hita og allt það en við verðum bara að gera það og ná góðum úrslitum."

Það er stutt á milli leikja hjá Breiðablik og lítið frí. Framundan er verkefni gegn KA næstkomandi sunnudag. 

„Mér lýst bara vel á þetta. Ég elska fótbolta og ég væri frekar til í að vera í fótbolta heldur en að fara út til Vestmannaeyja á þjóðhátíð og ég bara hlakka til."


Athugasemdir
banner