Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 30. júlí 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vissum alveg að við værum 7-1 og við gátum svosem alveg sagt að þetta væri búið en við ætluðum að leggja okkur hundrað prósent fram og mér fannst við alveg gera það." sagði Gabríel Snær Hallsson leikmaður Breiðablik eftir tapið gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Mér fannst við miklu betri í þessum leik og hefðum geta nýtt færin en við gerum það bara í næsta leik."

Gabríel Snær Hallsson byrjaði í liði Breiðablik í kvöld. Kom það þér á óvart að fá kallið?

„Ég var ekkert eitthvað mjög hissa en ég reyndi bara að nýta mér tækifærið og mér fannst ég gera það bara."

Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega

„Ég veit að liðið okkar þekki það. Ég var ekki á þeim tíma þegar við mættum þeim síðast. Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað og keppa á móti þeim í þessum hita og allt það en við verðum bara að gera það og ná góðum úrslitum."

Það er stutt á milli leikja hjá Breiðablik og lítið frí. Framundan er verkefni gegn KA næstkomandi sunnudag. 

„Mér lýst bara vel á þetta. Ég elska fótbolta og ég væri frekar til í að vera í fótbolta heldur en að fara út til Vestmannaeyja á þjóðhátíð og ég bara hlakka til."


Athugasemdir
banner