Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 30. júlí 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vissum alveg að við værum 7-1 og við gátum svosem alveg sagt að þetta væri búið en við ætluðum að leggja okkur hundrað prósent fram og mér fannst við alveg gera það." sagði Gabríel Snær Hallsson leikmaður Breiðablik eftir tapið gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Mér fannst við miklu betri í þessum leik og hefðum geta nýtt færin en við gerum það bara í næsta leik."

Gabríel Snær Hallsson byrjaði í liði Breiðablik í kvöld. Kom það þér á óvart að fá kallið?

„Ég var ekkert eitthvað mjög hissa en ég reyndi bara að nýta mér tækifærið og mér fannst ég gera það bara."

Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega

„Ég veit að liðið okkar þekki það. Ég var ekki á þeim tíma þegar við mættum þeim síðast. Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað og keppa á móti þeim í þessum hita og allt það en við verðum bara að gera það og ná góðum úrslitum."

Það er stutt á milli leikja hjá Breiðablik og lítið frí. Framundan er verkefni gegn KA næstkomandi sunnudag. 

„Mér lýst bara vel á þetta. Ég elska fótbolta og ég væri frekar til í að vera í fótbolta heldur en að fara út til Vestmannaeyja á þjóðhátíð og ég bara hlakka til."


Athugasemdir
banner