Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 30. júlí 2025 21:57
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vissum alveg að við værum 7-1 og við gátum svosem alveg sagt að þetta væri búið en við ætluðum að leggja okkur hundrað prósent fram og mér fannst við alveg gera það." sagði Gabríel Snær Hallsson leikmaður Breiðablik eftir tapið gegn Lech Poznan á Kópavogsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Mér fannst við miklu betri í þessum leik og hefðum geta nýtt færin en við gerum það bara í næsta leik."

Gabríel Snær Hallsson byrjaði í liði Breiðablik í kvöld. Kom það þér á óvart að fá kallið?

„Ég var ekkert eitthvað mjög hissa en ég reyndi bara að nýta mér tækifærið og mér fannst ég gera það bara."

Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu er næsti andstæðingur Breiðabliks þegar liðið færir sig yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og það má segja að Breiðablik þekki umhverfið þar ágætlega

„Ég veit að liðið okkar þekki það. Ég var ekki á þeim tíma þegar við mættum þeim síðast. Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað og keppa á móti þeim í þessum hita og allt það en við verðum bara að gera það og ná góðum úrslitum."

Það er stutt á milli leikja hjá Breiðablik og lítið frí. Framundan er verkefni gegn KA næstkomandi sunnudag. 

„Mér lýst bara vel á þetta. Ég elska fótbolta og ég væri frekar til í að vera í fótbolta heldur en að fara út til Vestmannaeyja á þjóðhátíð og ég bara hlakka til."


Athugasemdir
banner