Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mið 30. júlí 2025 22:22
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvöllur
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Mynd: EPA

„Þetta var alveg smá spes en bara gaman. Ég held að þetta hafi aðallega verið skrítið eftir úrslitin úti, endaði 7-1 þar og mér fannst bæði lið vera vinna í hlutum sem þurfti sað vinna í þannig þetta var frekar skrítin leikur en bara gaman að koma heim." sagði Gísli Gottkálk Þórðarson leikmaður Lech Poznan eftir sigurinn á Kópavogsvelli í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Lech Poznan

„Ég þekki alla hérna og ólst hérna upp og það eru margir leikmenn í liðinu (Breiðablik) vinir mínir og svo bara öll fjölskyldan hérna að horfa á leikinn þannig þetta var öðruvísi leikur og maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman."

„Eina sem mér fannst bara skrítið að mér fannst svona bæði liðin fara svolítið rólega í gegnum þetta og mér fannst svolítið lágt tempó í leiknum og kannski annað en maður er vanur. Þegar ég var hérna með Víking þá var þetta alltaf bara fram og til baka og ekkert eðlilega hátt tempó en kannski skiljanlega bæði liðin að hvíla, mikilvægir leikir framundan þannig þetta var svolítið öðruvísi leikur."

Gísli Gottskálk Þórðarson segir að þetta sé allt annað en hann er vanur að spila úti á Poznan stadium. Hvernig er að skora á þessum velli?

„Það er bara sturlað. Þetta er allt annað en maður er vanur, risa vellir og bara allir vellir í deildinni, það er alltaf 20 - 40 þúsund manns á hverjum leik þannig það er rosalegt."

Lætin úti í fyrri leiknum voru mjög áberandi í gegnum sjónvarpið en stuðningsmenn Lech Poznan létu mjög vel í sér heyra. Hvernig er að spila í öllum þessum látum?

„Maðiur er ekkert mikið að tala við aðra á meðan leikurinn er í gangi, þetta eru bara þannig læti og þeir eru að allan tíman  og það er bara fáranlega gaman að spila fyrir þá og þetta eru bestu stuðningsmenn sem ég hef orðið vitni af."

Gísli Gottskálk segir að pressan sé mikil á að liðið geri vel og að leikmenn fái að heyra það ef ílla gengur.

„Það er alveg þannig en eins og ég hef alltaf sagt, þannig á það að vera í öllum toppliðum og maður upplifði það alveg líka þegar maður var í Víking og maður vildi keppast á öllum vígstöðum og þótt þetta sé kannski miklu stærra úti þá var alltaf pressa á að vinna alla leiki og standa sig alltaf vel og þegar leikur tapaðist þá var það bara alvöru skellur og það er líka þannig úti, þeir gera miklar kröfur á  liðið og leikmennina og þegar leikur tapast þá fáum við alveg að heyra það sem er gott því þá fara menn upp á tærnar og vinna næsta leik."

Nánar var rætt við Gísla Gottskálk í sjónvarpiniu hér að ofan


Athugasemdir