Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 30. ágúst 2022 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Berglind um PSG: Geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Evrópumótinu.
Frá Evrópumótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma hingað í þennan hóp," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðshópurinn er kominn aftur saman í fyrsta sinn síðan eftir Evrópumótið. Framundan eru mikilvægir leikir sem koma til með að skera úr um það hvort íslenska liðið fari beint á HM í fyrsta sinn.

„Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu verkefni," segir Berglind. „Við áttum frábæran tíma á EM. Við stóðum okkur vel þrátt fyrir að við komumst ekki áfram. Við tökum það sem við gerðum vel á EM í þessa leiki."

Þau stóru tíðindi bárust á dögunum að Berglind væri gengin í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain. Hún skrifaði undir samning til 2024 við félagið sem er eitt það sterkasta í Evrópu.

„Þau hafa samband strax eftir EM. Svo fer boltinn að rúlla. Ég skrifa svo bara undir," segir Berglind um aðdragandann að þessum áhugaverðu skiptum.

PSG hefur áður sýnt henni áhuga. „Þau höfðu líka samband í fyrra, en þá gekk það ekki upp. Það er geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér og sýnt mér áhuga núna eftir EM. Ég veit ekki hvenær þau byrjuðu að fylgjast með mér, ég hef ekkert spurt að því. Þetta er góð viðurkenning fyrir mig að þau hafi sýnt áhuga í fyrsta lagi og að þetta hafi gengið upp er ótrúlega gaman."

Berglind, sem hefur áður leikið í Frakklandi með Le Havre, spilaði sinn fyrsta leik með PSG gegn Lyon í ofurbikar Frakklands á dögunum. Hún kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í 1-0 tapi.

„Þessir fyrstu dagar hafa verið mjög 'busy'. Það er geggjað að vera komin í þetta umhverfi og spila með svona frábærum leikmönnum. Það er geggjað og ég mun klárlega bæta minn leik þarna úti," segir Berglind.

Hvíta-Rússland á föstudaginn
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Það er alltaf talað um að við eigum að klára Hvíta-Rússland, en þær eru með fínt lið og við þurfum að spila okkar besta leik til að klára þær," segir Berglind en hún hvetur fólk til að mæta á völlinn á föstudag og styðja við bakið á liðinu. Það skipti miklu máli.

Sjá einnig:
Berglind Björg: Samtalið við PSG var komið langt
Athugasemdir