Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 30. ágúst 2022 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Berglind um PSG: Geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Evrópumótinu.
Frá Evrópumótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma hingað í þennan hóp," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðshópurinn er kominn aftur saman í fyrsta sinn síðan eftir Evrópumótið. Framundan eru mikilvægir leikir sem koma til með að skera úr um það hvort íslenska liðið fari beint á HM í fyrsta sinn.

„Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu verkefni," segir Berglind. „Við áttum frábæran tíma á EM. Við stóðum okkur vel þrátt fyrir að við komumst ekki áfram. Við tökum það sem við gerðum vel á EM í þessa leiki."

Þau stóru tíðindi bárust á dögunum að Berglind væri gengin í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain. Hún skrifaði undir samning til 2024 við félagið sem er eitt það sterkasta í Evrópu.

„Þau hafa samband strax eftir EM. Svo fer boltinn að rúlla. Ég skrifa svo bara undir," segir Berglind um aðdragandann að þessum áhugaverðu skiptum.

PSG hefur áður sýnt henni áhuga. „Þau höfðu líka samband í fyrra, en þá gekk það ekki upp. Það er geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér og sýnt mér áhuga núna eftir EM. Ég veit ekki hvenær þau byrjuðu að fylgjast með mér, ég hef ekkert spurt að því. Þetta er góð viðurkenning fyrir mig að þau hafi sýnt áhuga í fyrsta lagi og að þetta hafi gengið upp er ótrúlega gaman."

Berglind, sem hefur áður leikið í Frakklandi með Le Havre, spilaði sinn fyrsta leik með PSG gegn Lyon í ofurbikar Frakklands á dögunum. Hún kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í 1-0 tapi.

„Þessir fyrstu dagar hafa verið mjög 'busy'. Það er geggjað að vera komin í þetta umhverfi og spila með svona frábærum leikmönnum. Það er geggjað og ég mun klárlega bæta minn leik þarna úti," segir Berglind.

Hvíta-Rússland á föstudaginn
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Það er alltaf talað um að við eigum að klára Hvíta-Rússland, en þær eru með fínt lið og við þurfum að spila okkar besta leik til að klára þær," segir Berglind en hún hvetur fólk til að mæta á völlinn á föstudag og styðja við bakið á liðinu. Það skipti miklu máli.

Sjá einnig:
Berglind Björg: Samtalið við PSG var komið langt
Athugasemdir
banner
banner
banner