Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 30. ágúst 2022 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Berglind um PSG: Geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Evrópumótinu.
Frá Evrópumótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma hingað í þennan hóp," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðshópurinn er kominn aftur saman í fyrsta sinn síðan eftir Evrópumótið. Framundan eru mikilvægir leikir sem koma til með að skera úr um það hvort íslenska liðið fari beint á HM í fyrsta sinn.

„Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu verkefni," segir Berglind. „Við áttum frábæran tíma á EM. Við stóðum okkur vel þrátt fyrir að við komumst ekki áfram. Við tökum það sem við gerðum vel á EM í þessa leiki."

Þau stóru tíðindi bárust á dögunum að Berglind væri gengin í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain. Hún skrifaði undir samning til 2024 við félagið sem er eitt það sterkasta í Evrópu.

„Þau hafa samband strax eftir EM. Svo fer boltinn að rúlla. Ég skrifa svo bara undir," segir Berglind um aðdragandann að þessum áhugaverðu skiptum.

PSG hefur áður sýnt henni áhuga. „Þau höfðu líka samband í fyrra, en þá gekk það ekki upp. Það er geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér og sýnt mér áhuga núna eftir EM. Ég veit ekki hvenær þau byrjuðu að fylgjast með mér, ég hef ekkert spurt að því. Þetta er góð viðurkenning fyrir mig að þau hafi sýnt áhuga í fyrsta lagi og að þetta hafi gengið upp er ótrúlega gaman."

Berglind, sem hefur áður leikið í Frakklandi með Le Havre, spilaði sinn fyrsta leik með PSG gegn Lyon í ofurbikar Frakklands á dögunum. Hún kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í 1-0 tapi.

„Þessir fyrstu dagar hafa verið mjög 'busy'. Það er geggjað að vera komin í þetta umhverfi og spila með svona frábærum leikmönnum. Það er geggjað og ég mun klárlega bæta minn leik þarna úti," segir Berglind.

Hvíta-Rússland á föstudaginn
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Það er alltaf talað um að við eigum að klára Hvíta-Rússland, en þær eru með fínt lið og við þurfum að spila okkar besta leik til að klára þær," segir Berglind en hún hvetur fólk til að mæta á völlinn á föstudag og styðja við bakið á liðinu. Það skipti miklu máli.

Sjá einnig:
Berglind Björg: Samtalið við PSG var komið langt
Athugasemdir
banner
banner
banner