Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 30. ágúst 2025 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Eitt stig sem skilur þrjú efstu liðin að
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það fóru fimm leikir fram í 2. deild karla í dag þar sem hart er barist í síðustu leikjum deildartímabilsins.

Þróttur Vogum, Ægir og Grótta eru að berjast um sæti í Lengjudeildinni. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.

Toppliðin þrjú sigruðu öll andstæðinga sína í dag. Ægir rúllaði yfir fallbaráttulið Kára er liðin mættust á Akranesi. Lokatölur 0-4 og ljóst að Kári þarf að gera mun betur til að forðast fall niður um deild. Atli Rafn Guðbjartsson var atkvæðamestur í liði gestanna frá Þorlákshöfn með tvennu.

Grótta lenti í vandræðum á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík. Staðan var 2-2 eftir skemmtilegan fyrri hálfleik og gerði Kristófer Dan Þórðarson sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Rúnar Ingi Eysteinsson og Eyþór Orri Ómarsson gerðu þá mörkin þegar Vogamenn sigruðu á útivelli gegn Kormáki/Hvöt til að halda toppsætinu.

Víðir Garði hefur verið að gera frábæra hluti upp á síðkastið eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils og náði jafntefli við KFG í dag, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í Garði. Víðismenn eru tveimur stigum frá fallsvæðinu þegar tvær umferðir eru eftir.

Að lokum skildu Dalvík/Reynir og KFA jöfn, 1-1.

Kári 0 - 4 Ægir
0-1 Atli Rafn Guðbjartsson ('7 )
0-2 Jordan Adeyemo ('43 )
0-3 Bjarki Rúnar Jónínuson ('62 )
0-4 Atli Rafn Guðbjartsson ('90 , Mark úr víti)

Grótta 3 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Björgvin Brimi Andrésson ('18 )
1-1 Ivan Lopez Cristobal ('35 )
1-2 Hektor Bergmann Garðarsson ('38 )
2-2 Grímur Ingi Jakobsson ('45 )
3-2 Kristófer Dan Þórðarson ('64 )

Kormákur/Hvöt 0 - 2 Þróttur V.
0-1 Rúnar Ingi Eysteinsson ('11 )
0-2 Eyþór Orri Ómarsson ('90 )

Víðir 2 - 2 KFG
0-1 Elvar Máni Guðmundsson ('6 )
0-2 Djordje Biberdzic ('9 )
1-2 Dominic Lee Briggs ('49 )
2-2 Valur Þór Hákonarson ('82 )

Dalvík/Reynir 1 - 1 KFA
1-0 Tómas Þórðarson ('45 )
1-1 Geir Sigurbjörn Ómarsson ('90 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 22 14 2 6 60 - 35 +25 44
2.    Grótta 22 13 5 4 47 - 25 +22 44
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 32 - 24 +8 42
4.    Kormákur/Hvöt 22 11 2 9 35 - 37 -2 35
5.    Dalvík/Reynir 22 10 4 8 38 - 26 +12 34
6.    KFA 22 9 5 8 53 - 45 +8 32
7.    Haukar 22 9 4 9 36 - 40 -4 31
8.    Víkingur Ó. 22 8 4 10 42 - 40 +2 28
9.    Kári 22 8 0 14 32 - 55 -23 24
10.    KFG 22 6 5 11 38 - 52 -14 23
11.    Víðir 22 5 5 12 33 - 41 -8 20
12.    Höttur/Huginn 22 4 5 13 27 - 53 -26 17
Athugasemdir
banner
banner