Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG vann eftir níu marka leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Toulouse 3 - 6 PSG
0-1 Joao Neves ('7)
0-2 Bradley Barcola ('9)
0-3 Joao Neves ('14)
0-4 Ousmane Dembele ('31, víti)
1-4 Charlie Cresswell
1-4 Cristian Casseres, misnotað víti ('45+8)
1-5 Ousmane Dembele ('50, víti)
1-6 Joao Neves ('78)
2-6 Y. Gboho ('89)
3-6 A. Vossah ('91)

Stórveldi Paris Saint-Germain er með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili í Frakklandi.

Lærlingar Luis Enrique höfðu unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins 1-0 áður en þeir heimsóttu Toulouse í kvöld. Þar komust þeir í fjögurra marka forystu eftir hálftíma, þar sem Joao Neves setti tvö á meðan Ousmane Dembélé skoraði og lagði upp.

Charlie Cresswell, U21 landsliðsmaður Englendinga sem hefur afrekað það sjaldgæfa afrek að vinna EM U21 árs landsliða tvisvar sinnum á ferlinum, minnkaði muninn fyrir Toulouse á 37. mínútu. Heimamenn fengu svo dæmda vítaspyrnu seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en Cristian Casseres klúðraði. Casseres skaut á mitt markið og var lesinn af Lucas Chevalier sem skutlaði sér ekki.

Dembélé skoraði fimmta mark PSG í upphafi síðari hálfleiks áður en Neves fullkomnaði frábæra þrennu á 78. mínútu. Staðan var þá orðin 1-6 fyrir PSG. Þrennan hjá Neves var einkar lagleg þar sem hann skoraði glæsileg mörk.

Heimamenn voru ekki búnir að segja sitt síðasta því þeir minnkuðu muninn með tveimur mörkum á lokamínútunum, svo lokatölur urðu 3-6.

PSG trónir á toppi frönsku deildarinnar en Toulouse hafði einnig unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og situr því eftir með sex stig eftir þetta tap.
Athugasemdir