Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Grindavík/Njarðvík tryggði sér úrslitaleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Keflavík 0 - 1 Grindavík/Njarðvík
0-1 Brookelynn Paige Entz '35

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Grindavík/Njarðvík

Keflavík tók á móti sameinuðu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í spennandi slag um Reykjanesskagann. Keflavík siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar á meðan Grindavík/Njarðvík þurfti á sigri að halda í toppbaráttunni.

Grindavík/Njarðvík var sterkara liðið í fyrri hálfleik og verðskuldaði að taka forystuna þegar Brookelynn Entz skoraði eftir laglega sókn.

Grindavík/Njarðvík var áfram sterkari aðilinn eftir leikhlé og komst nokkrum sinnum nálægt því að tvöfalda forystuna, en tókst ekki.

Keflvíkingar ógnuðu lítið sem ekkert og urðu lokatölur 0-1 fyrir Grindavík/Njarðvík.

Þetta þýðir að Grindavík/Njarðvík spilar úrslitaleik við HK um annað sæti Lengjudeildarinnar, sem veitir þátttökurétt í Bestu deildina á næsta ári.

Grindavík/Njarðvík fær heimaleik gegn HK í lokaumferð deildartímabilsins og þarf sigur til að stela öðru sætinu af Kópavogsstelpunum.
Athugasemdir
banner