Augsburg 2 - 3 FC Bayern
0-1 Serge Gnabry ('28 )
0-2 Luis Diaz ('45+4)
0-3 Michael Olise ('48 )
1-3 Kristijan Jakic ('53 )
2-3 Mert Komur ('76 )
0-1 Serge Gnabry ('28 )
0-2 Luis Diaz ('45+4)
0-3 Michael Olise ('48 )
1-3 Kristijan Jakic ('53 )
2-3 Mert Komur ('76 )
FC Bayern byrjaði vel í lokaleik dagsins í efstu deild þýska boltans. Þýskalandsmeistararnir heimsóttu Augsburg og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik.
Serge Gnabry skoraði fyrsta mark leiksins eftir undirbúning frá Harry Kane og tvöfaldaði Luis Díaz forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Kane átti svo aðra stoðsendingu í upphafi síðari hálfleiks þegar Michael Olise virtist hafa innsiglað þægilegan sigur á útivelli.
Heimamenn í Augsburg voru þó ekki á því að gefast upp. Kristijan Jakic minnkaði muninn áður en Mert Komur gerði leik úr þessu með öðru marki á lokakaflanum.
Nær komst Augsburg þó ekki og niðurstaðan verðskuldaður 2-3 sigur Bayern.
Bayern var talsvert sterkara liðið allan leikinn og hefði átt að vinna leikinn stærra.
30.08.2025 16:32
Þýskaland: Leverkusen manni fleiri og missti niður tveggja marka forystu
Athugasemdir