Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 16:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Leverkusen manni fleiri og missti niður tveggja marka forystu
Patrik Schick kom Leverkusen í þægilega stöðu
Patrik Schick kom Leverkusen í þægilega stöðu
Mynd: EPA
Leverkusen byrjar tímabilið illa undir stjórn Erik ten Hag en liðið er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir.

Patrik Schick skoraði tvennu fyrir liðið í dag gegn Werder Bremen. Hann kom liðinu í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og Niklas Stark, leikmaður Bremen, var rekinn af velli.

Isaac Schmidt minnkaði muninn fyrir Werder Bremen og í blálokin skoraði Karim Coulibaly og tryggði Bremen dramatískt jafntefli.

Leipzig nældi í sinn fyrsta sigur eftir 6-0 skell gegn Bayerrn í fyrstu umferð. Liðið vann góðan sigur á Heidenheim í dag.

Stuttgart seldi Nick Woltemade til Newcastle í dag en það kom ekki að sök því Chema Andres skoraði sigurmark liðsins gegn Gladbach. Þá skoraði Ritsu Doan tvennu í góðum sigri Frankfurt.

RB Leipzig 2 - 0 Heidenheim
1-0 Christoph Baumgartner ('48 )
2-0 Romulo ('78 )

Werder 3 - 3 Bayer
0-1 Patrik Schick ('5 )
0-2 Malik Tillman ('35 )
1-2 Romano Schmid ('44 , víti)
1-3 Patrik Schick ('64 , víti)
2-3 Isaac Schmidt ('76 )
3-3 Karim Coulibaly ('90 )
Rautt spjald: Niklas Stark, Werder ('63)

Hoffenheim 1 - 3 Eintracht Frankfurt
0-1 Ritsu Doan ('17 )
0-2 Ritsu Doan ('27 )
0-3 Can Uzun ('51 )
1-3 Grischa Promel ('90 )

Stuttgart 1 - 0 Borussia M.
1-0 Chema Andres ('79 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 2 2 0 0 9 2 +7 6
2 Eintracht Frankfurt 2 2 0 0 7 2 +5 6
3 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
4 Wolfsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
5 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
6 Union Berlin 1 1 0 0 2 1 +1 3
7 Köln 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Stuttgart 2 1 0 1 2 2 0 3
9 Hoffenheim 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 RB Leipzig 2 1 0 1 2 6 -4 3
11 Dortmund 1 0 1 0 3 3 0 1
12 Leverkusen 2 0 1 1 4 5 -1 1
13 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
14 Hamburger 2 0 1 1 0 2 -2 1
15 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
16 Mainz 1 0 0 1 0 1 -1 0
17 Freiburg 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Heidenheim 2 0 0 2 1 5 -4 0
Athugasemdir
banner
banner