Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
   fim 30. nóvember 2017 14:53
Elvar Geir Magnússon
Almarr: Ég og Fjölnir erum jafnaldrar
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Almarr Ormarsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni í dag. Almarr leit við á skrifstofu Fótbolta.net eftir undirskriftina.

Hvað getur hann fært Fjölnisliðinu?

„Aðeins meiri reynslu en margir hafa þarna. Vonandi er ég með gæði sem þeir leitast eftir líka."

Fjölskylduástæður urðu til þess að Almarr yfirgaf KA.

„Ég og kærastan vorum að eignast okkar fyrsta barn. Við höfum verið búsett hérna í borginni, ég er búinn að vera með annan fótinn hérna síðustu tvö árin. Við ákváðum að vera áfram hér og þá þurfti að ég að skipta um lið."

Hvernig horfir hann á liðið tímabil hjá KA, það fyrsta hjá Akureyrarliðinu í efstu deild í langan tíma?

„Mér fannst við standa okkur vel. Sérstaklega framan af. Það fór aðeins að draga úr okkur þegar líða fór á tímabilið en við vorum einum sigri frá því að lenda í fjórða sæti. Þetta var það jöfn deild að með smá heppni hefðum við getað endað ofar. Ég held að menn geti verið stoltir af þessu tímabili fyrir norðan."

Almarr var ánægður með hvernig hann fann sig persínulega á liðnu tímabili.

„Mér fannst ég nokkuð góður í sumar. Tímabilið í undan í 1. deildinni var ég stundum að ströggla en er ánægður með hvernig gekk í sumar. Ég var að sinna meira varnarhlutverki en ég er vanur og var minna í boxi andstæðingana. Ég tel mig þó enn geta skorað mörk ef Fjölnir er að leita að því. Ég býst við því að vera á miðjunni en ef þeir vilja nota mig í hafsent þá verð ég í hafsent!"

„Fjölnir er ungt félag. Ég held að félagið sé einmitt tveimur vikum eldra en ég. Við erum fæddir sama ár. Fjölnir er fjölskyldufélag og ég held að þetta verði skemmtilegt," segir Almarr en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir