Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 30. nóvember 2017 14:53
Elvar Geir Magnússon
Almarr: Ég og Fjölnir erum jafnaldrar
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Almarr Ormarsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni í dag. Almarr leit við á skrifstofu Fótbolta.net eftir undirskriftina.

Hvað getur hann fært Fjölnisliðinu?

„Aðeins meiri reynslu en margir hafa þarna. Vonandi er ég með gæði sem þeir leitast eftir líka."

Fjölskylduástæður urðu til þess að Almarr yfirgaf KA.

„Ég og kærastan vorum að eignast okkar fyrsta barn. Við höfum verið búsett hérna í borginni, ég er búinn að vera með annan fótinn hérna síðustu tvö árin. Við ákváðum að vera áfram hér og þá þurfti að ég að skipta um lið."

Hvernig horfir hann á liðið tímabil hjá KA, það fyrsta hjá Akureyrarliðinu í efstu deild í langan tíma?

„Mér fannst við standa okkur vel. Sérstaklega framan af. Það fór aðeins að draga úr okkur þegar líða fór á tímabilið en við vorum einum sigri frá því að lenda í fjórða sæti. Þetta var það jöfn deild að með smá heppni hefðum við getað endað ofar. Ég held að menn geti verið stoltir af þessu tímabili fyrir norðan."

Almarr var ánægður með hvernig hann fann sig persínulega á liðnu tímabili.

„Mér fannst ég nokkuð góður í sumar. Tímabilið í undan í 1. deildinni var ég stundum að ströggla en er ánægður með hvernig gekk í sumar. Ég var að sinna meira varnarhlutverki en ég er vanur og var minna í boxi andstæðingana. Ég tel mig þó enn geta skorað mörk ef Fjölnir er að leita að því. Ég býst við því að vera á miðjunni en ef þeir vilja nota mig í hafsent þá verð ég í hafsent!"

„Fjölnir er ungt félag. Ég held að félagið sé einmitt tveimur vikum eldra en ég. Við erum fæddir sama ár. Fjölnir er fjölskyldufélag og ég held að þetta verði skemmtilegt," segir Almarr en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner