Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 30. nóvember 2017 14:53
Elvar Geir Magnússon
Almarr: Ég og Fjölnir erum jafnaldrar
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Almarr Ormarsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni í dag. Almarr leit við á skrifstofu Fótbolta.net eftir undirskriftina.

Hvað getur hann fært Fjölnisliðinu?

„Aðeins meiri reynslu en margir hafa þarna. Vonandi er ég með gæði sem þeir leitast eftir líka."

Fjölskylduástæður urðu til þess að Almarr yfirgaf KA.

„Ég og kærastan vorum að eignast okkar fyrsta barn. Við höfum verið búsett hérna í borginni, ég er búinn að vera með annan fótinn hérna síðustu tvö árin. Við ákváðum að vera áfram hér og þá þurfti að ég að skipta um lið."

Hvernig horfir hann á liðið tímabil hjá KA, það fyrsta hjá Akureyrarliðinu í efstu deild í langan tíma?

„Mér fannst við standa okkur vel. Sérstaklega framan af. Það fór aðeins að draga úr okkur þegar líða fór á tímabilið en við vorum einum sigri frá því að lenda í fjórða sæti. Þetta var það jöfn deild að með smá heppni hefðum við getað endað ofar. Ég held að menn geti verið stoltir af þessu tímabili fyrir norðan."

Almarr var ánægður með hvernig hann fann sig persínulega á liðnu tímabili.

„Mér fannst ég nokkuð góður í sumar. Tímabilið í undan í 1. deildinni var ég stundum að ströggla en er ánægður með hvernig gekk í sumar. Ég var að sinna meira varnarhlutverki en ég er vanur og var minna í boxi andstæðingana. Ég tel mig þó enn geta skorað mörk ef Fjölnir er að leita að því. Ég býst við því að vera á miðjunni en ef þeir vilja nota mig í hafsent þá verð ég í hafsent!"

„Fjölnir er ungt félag. Ég held að félagið sé einmitt tveimur vikum eldra en ég. Við erum fæddir sama ár. Fjölnir er fjölskyldufélag og ég held að þetta verði skemmtilegt," segir Almarr en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner