Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 30. nóvember 2017 14:53
Elvar Geir Magnússon
Almarr: Ég og Fjölnir erum jafnaldrar
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Almarr í leik með KA á Fjölnisvellinum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Almarr Ormarsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni í dag. Almarr leit við á skrifstofu Fótbolta.net eftir undirskriftina.

Hvað getur hann fært Fjölnisliðinu?

„Aðeins meiri reynslu en margir hafa þarna. Vonandi er ég með gæði sem þeir leitast eftir líka."

Fjölskylduástæður urðu til þess að Almarr yfirgaf KA.

„Ég og kærastan vorum að eignast okkar fyrsta barn. Við höfum verið búsett hérna í borginni, ég er búinn að vera með annan fótinn hérna síðustu tvö árin. Við ákváðum að vera áfram hér og þá þurfti að ég að skipta um lið."

Hvernig horfir hann á liðið tímabil hjá KA, það fyrsta hjá Akureyrarliðinu í efstu deild í langan tíma?

„Mér fannst við standa okkur vel. Sérstaklega framan af. Það fór aðeins að draga úr okkur þegar líða fór á tímabilið en við vorum einum sigri frá því að lenda í fjórða sæti. Þetta var það jöfn deild að með smá heppni hefðum við getað endað ofar. Ég held að menn geti verið stoltir af þessu tímabili fyrir norðan."

Almarr var ánægður með hvernig hann fann sig persínulega á liðnu tímabili.

„Mér fannst ég nokkuð góður í sumar. Tímabilið í undan í 1. deildinni var ég stundum að ströggla en er ánægður með hvernig gekk í sumar. Ég var að sinna meira varnarhlutverki en ég er vanur og var minna í boxi andstæðingana. Ég tel mig þó enn geta skorað mörk ef Fjölnir er að leita að því. Ég býst við því að vera á miðjunni en ef þeir vilja nota mig í hafsent þá verð ég í hafsent!"

„Fjölnir er ungt félag. Ég held að félagið sé einmitt tveimur vikum eldra en ég. Við erum fæddir sama ár. Fjölnir er fjölskyldufélag og ég held að þetta verði skemmtilegt," segir Almarr en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner