þri 30. nóvember 2021 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Þvílík dramatík undir lokin þegar Leeds lagði Palace
Raphinha var hetja Leeds.
Raphinha var hetja Leeds.
Mynd: Getty Images
Leeds 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Raphinha ('90 , víti)

Leeds vann dramatískan sigur gegn Crystal Palace þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var ágætis skemmtun þrátt fyrir að hvorugt liðið hefði átt skot á markið.

Leeds var aðeins sterkari aðilinn og þeir fengu gott færi um miðbik seinni hálfleiks, en Rodrigo átti slæma snertingu þegar hann var að komast í dauðafæri og því varð það að engu.

Þetta var ekki leikur dauðafæra, en bæði lið fengu ágætis færi til að skora. Besta færi Crystal Palace fékk líklega varamaðurinn Christian Benteke þegar hann skallaði fram hjá markinu eftir sendingu Conor Gallagher.

Leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli, en í uppbótartímanum dró til tíðinda. Boltinn fór í höndina á Marc Guehi, varnarmanni Palace, og vítaspyrna var dæmd. Raphinha fór á vítapunktinn - á 93. mínútu leiksins - og skoraði.

Það reyndist sigurmarkið og lokatölur 1-0 fyrir Leeds sem fjarlægist núna fallsvæðið. Liðið er í 15. sæti með 15 stig. Palace er með 16 stig í 12. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner