Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   mið 30. nóvember 2022 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu fagnaðarlætin í Melbourne - Leikurinn um miðja nótt
Ástralir fagna.
Ástralir fagna.
Mynd: Getty Images
Það var gríðarleg gleði í Melbourne í Ástralíu með magnaðan sigur þeirra manna gegn Danmörku á HM í Katar í dag.

Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins. Ástralía fer áfram í 16-liða úrslit í annað sinn í sögunni.

Enn og aftur vantaði taktinn í sóknarleik danska liðsins sem fann engar glufur á vörn Ástralíu sem var með hinn hávaxna Harry Souttar sem kóng í hjarta varnarinnar. Martin Braithwaite byrjaði sem fremsti maður hjá Danmörku en var mjög slakur og tekinn af velli á 59. mínútur.

Klukkan var 03:30 að nóttu til í Ástralíu þegar Leckie skoraði en það voru samt sem áður mikil fagnaðarlæti á torgi í Melbourne þegar markið kom.

Fólk var mætt út á torg um miðja nótt til að Ástralíu komast óvænt áfram. Þvílík úrslit en hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner