Guðmundur Magnússon mun taka slaginn áfram með Fram en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.
Þessi 33 ára gamli frramherji er uppalinn Framari en hefur komið víða við á ferlinum. Hann hefur spilað með Víking Ó., HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík.
Hann skoraði 15 mörk fyrir Fram sumarið 2022 en skoraði sex mörk bæði sumarið 2023 og núna í sumar. Hann hefur alls leikið 269 leiki og skorað 88 mörk í bláu treyjunni.
Hann kom við sögu í 26 leikjum með Fram í sumar þar sem liðið hafnaði í 3. sæti í neðri hlutanum í Bestu deildinni.
Athugasemdir