Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
   lau 30. nóvember 2024 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gummi Magg hjá Fram í tvö ár til viðbótar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon mun taka slaginn áfram með Fram en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.

Þessi 33 ára gamli frramherji er uppalinn Framari en hefur komið víða við á ferlinum. Hann hefur spilað með Víking Ó., HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík.


Hann skoraði 15 mörk fyrir Fram sumarið 2022 en skoraði sex mörk bæði sumarið 2023 og núna í sumar. Hann hefur alls leikið 269 leiki og skorað 88 mörk í bláu treyjunni.

Hann kom við sögu í 26 leikjum með Fram í sumar þar sem liðið hafnaði í 3. sæti í neðri hlutanum í Bestu deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner