Julen Lopetegui, stjóri West Ham, var ekki ánægður með dómgæsluna þegar liðið tapaði 5-2 gegn Arsenal í kvöld.
Lopetegui var í banni í leiknum og fylgdist því með honum úr stúkunni.
Hann vildi meina að fyrsta markið, sem Gabriel skoraði eftir hornspyrnu, hafi verið ólöglegt.
„Hann ýtti í bakið á Paqueta því hann gat ekki stokkið. Fyrsta markið var lykillinn en það voru hlutir sem við gátum gert betur. Stundum undirbúum við okkur fyrir leiki og við vitum ekki hvað er leyfilegt og hvað ekki. Reglurnar verða að vera þær sömu fyrir alla," sagði Lopetegui.
„Við áttum að gera betur í öðru og þriðja markinu. Fimmta markið, rétt fyrir lok fyrri háflleiks, drap leikinn. Það var ekki víti. Samanborið við fyrsta markið á Paqueta en í þetta sinn gerðist það hjá Lukas (Fabianski) gegn Gabriel."