Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. mars 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nokkrir leikmenn þakka Arnari - „Hjálpaðir mér óendanlega mikið"
Icelandair
Ísak Bergmann og Arnar Þór.
Ísak Bergmann og Arnar Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var í gær rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Íslands en hann hafði verið í starfinu frá því í desember 2020.

„Þetta er ákvörðun sem stjórn tekur. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Það er trú okkar að þetta sé rétt ákvörðun, eins erfið og hún er. Við ræddum ekki við neina leikmenn. Þetta er hlutverk stjórnar, samkvæmt lögum KSÍ," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Nokkrir leikmenn úr landsliðinu hafa notað samfélagsmiðla til að þakka Arnari fyrir samstarfið.

Ef skoðaður er hópurinn úr síðasta verkefni þá hafa Rúnar Alex Rúnarsson, Daníel Leó Grétarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson og Andri Lucas Guðjohnsen birt þakkaróskir til þjálfarans í gegnum Instagram þegar þessi frétt er skrifuð.

„Takk fyrir EM U21 og takk fyrir að gefa mér mína fyrstu A-landsleiki. Þú hjálpaðir mér svo óendanlega mikið á fyrstu skrefunum mínum. Þú hefur gefið mér ómetanlega reynslu og ég verð ævinlega þakklátur," skrifar Ísak Bergmann.

Ísland hóf nýverið leik í undankeppni EM 2024 og er með þrjú stig eftir leiki; liðið tapaði 3-0 gegn Bosníu en vann svo Liechtenstein í öðrum leik sínum 7-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner