Guðmundur Baldvin er U21 landsliðsmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni. Hann var keyptur til sænska félagsins MJällby sumarið 2023 og var á mála hjá félaginu í eitt og hálft ár áður en Stjarnan keypti hann til baka. Hann lék á láni hjá Stjörnunni á síðasta tímabili.
Guðmundur Baldvin á að baki 74 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 14 mörk. Hann á að baki tólf leiki fyrir yngri landsliðin; átta fyrir U19 og fjóra fyrir U21. Í dag sýnir miðjumaðurinn á sér hina hliðina.
Guðmundur Baldvin á að baki 74 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 14 mörk. Hann á að baki tólf leiki fyrir yngri landsliðin; átta fyrir U19 og fjóra fyrir U21. Í dag sýnir miðjumaðurinn á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Gælunafn: Er oftast kallaður Gummi en er kallaður GBN á æfingum.
Aldur: 20 ára.
Hjúskaparstaða: Lausu.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Hann kom í janúar 2021 á móti Vestra veit að við unnum en man ekkert meira en það.
Uppáhalds drykkur: Ribena klikkar ekki.
Uppáhalds matsölustaður: Saffran.
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break.
Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can.
Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki mikið á hlaðvörp en hef gaman að hlusta á Mána Péturs fara yfir stóru málin.
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram.
Uppáhalds tölvuleikur: Fortnite.
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Tékka á Lummunni.
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Grindavik is a volcanic area! Increased activity is observed, eruption may be possible. Stay alerted and prepared for evacuation. Info at www.safetravel.is
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ilias Akhomach var þvælu góður.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið með nokkra góða eins og Ejub, Rúnar Pál og Jölla.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pablo Punyed.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Nökkvi Már stóri bró.
Sætasti sigurinn: Það var ljúft að vinna Shellmótið.
Mestu vonbrigðin: Soldið súrt í dag að hafa ekki náð Evrópu í fyrra.
Uppáhalds lið í enska: Arsenal.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Óla Val heim (snake emoji).
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alexander Máni er hörku player.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Snædís María Jörundsdóttir!
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sigurbergur Áki Jörundsson!
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Hætta með VAR.
Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar að sumri til.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var gaman að vinna stóra brósa 4-0 2023.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Borða alltaf ristað brauð með marmelaði frá ömmu á gameday.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég horfi á píluna um jólin og landsliðið í handbolta á stórmótum.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Spila í Nike Phantom.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræðin var stundum erfið.
Vandræðalegasta augnablik: Vel þreytt að hafa klúðra vítinu á móti HK 2023 fyrir þrennunni, fæ ennþá skít fyrir það í dag.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Sigurbergi Áka, Henrik Mána og Jóni Hrafni þá værið tekið stöðutékk og farið yfir málin
Bestur/best í klefanum og af hverju: Það fer mikið fyrir Adolf Daða í Stjörnuklefanum sá getur hent mönnum undir sæng.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi elska að sjá Adolf Daða og Henrik Mána láta ljós sitt skína í Love Island. Þeir myndu gera allt vitlaust í villunni og búa til alvöru drama.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Talaði bæði þýsku og lúxemborgsku í æsku.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það kom mér að óvart hvað Árni Snær Ólafsson er góður í búrinu og ofan á það er hann ekkert eðlilega fyndinn.
Hverju laugstu síðast: Lýg ekki.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að hita upp.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Arteta af hverju við keyptum ekki einn leikmann í janúar.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hlakka til að sjá sem flesta á vellinum í sumar, áfram Stjarnan!
Athugasemdir