Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 31. janúar 2025 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni.
Í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt skref í einu.
Eitt skref í einu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn heim og gott að vera búinn að klára þetta," segir Guðmundur Baldvin Nökkvason sem er mættur aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl í Svíþjóð.

Stjarnan keypti Guðmund Baldvin aftur frá Mjällby undir lok síðasta árs. Guðmundur er 20 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Mjällby árið 2023.

Hann var á láni hjá Stjörnunni á síðasta tímabili en hann var ekki í plönum Mjällby á þessu ári og skipti því alfarið núna yfir í Stjörnuna, uppeldisfélag sitt. Það var áhugi á honum frá öðrum félögum á Íslandi en hann segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að velja Stjörnuna.

„Það var frekar auðveld ákvörðun þegar ég fæ að vita að ég verð ekki áfram úti og tek ákvörðun um að koma heim. Þá var það auðveld ákvörðun að koma heim í Stjörnuna."

„Það var einhver áhugi og það var gaman, en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin."

Það er góð niðurstaða
Hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar á láni frá Mjällby í mars á síðasta ári og spilaði allt tímabilið hér heima er Stjarnan hafnaði í 4. sæti Bestu deildarinnar. Hann segir að planið hafi verið að hann myndi taka það lán og snúa svo aftur til Mjällby.

„Það var planið að taka lánið 2024 og gera vel þar til að fara aftur út. En það kom smá upp, ég brotna og missi svolítið út. Ég gerði ráð fyrir að ég væri að fara aftur út í janúar en það varð ekki raunin," sagði Guðmundur.

„Það er góð niðurstaða að vera kominn aftur alfarið í Stjörnuna og geta lagt sig 100 prósent fram þar."

Hvernig horfirðu á tímann í Svíþjóð?

„Í raun fannst mér þetta mjög góður tími. Það fór vel um mig og ég kom mér vel fyrir. Það er góð reynsla í bankann sem mun nýtast mér í framtíðinni," segir þessi öflugi miðjumaður en hann hefur núna lært helling sem hann mun notfæra sér í framtíðinni.

Eitt skref í einu
Stjarnan hefur fengið inn nokkra öfluga leikmenn í vetur og ætlar liðið sér alvöru hluti í sumar.

„Ég er í toppstandi og liðið hefur núna æft í tvo mánuði. Við erum á góðum stað og erum að gera vel. Mér líst mjög vel á komandi tímabil. Hópurinn er mjög vel uppsettur og ég hef mikla trú á þessu liði," segir Guðmundur og bætir við: „Við tökum það jákvæða úr síðasta tímabili og höldum áfram."

Stefnan er sett á það að komast aftur út í atvinnumennsku á næstu árum.

„Ég hef mikla trú á þessum hóp og trúi því að við munum gera mjög vel í sumar. Það er eitt skref í einu hjá mér og fyrst er það að standa mig vel með Stjörnunni. Ef ég stend mig vel hér, þá ætti að opnast gluggi til að fara aftur út. Markmiðið mitt er að fara aftur út þegar ég er búinn að standa mig vel með Stjörnunni."

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner