Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
þriðjudagur 1. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 31.mar 2025 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 5. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan muni enda í fimmta sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Stjarnan fer niður um eitt sæti frá því í fyrra ef spáin rætist.

Stjarnan fagnar marki í vetur.
Stjarnan fagnar marki í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Hann er á leið inn í sitt annað heila tímabil sem aðalþjálfari liðsins.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Hann er á leið inn í sitt annað heila tímabil sem aðalþjálfari liðsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári er með öfluga ferilskrá.
Samúel Kári er með öfluga ferilskrá.
Mynd/Stjarnan
Emil Atlason hefur raðað inn mörkum fyrir Stjörnuna síðustu ár.
Emil Atlason hefur raðað inn mörkum fyrir Stjörnuna síðustu ár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Warén var keyptur frá Vestra.
Benedikt Warén var keyptur frá Vestra.
Mynd/Stjarnan
Þorri kom frá Svíþjóð.
Þorri kom frá Svíþjóð.
Mynd/Stjarnan
Guðmundur Kristjánsson er leiðtoginn í vörninni.
Guðmundur Kristjánsson er leiðtoginn í vörninni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal lagði skóna á hilluna.
Daníel Laxdal lagði skóna á hilluna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin var keyptur aftur heim.
Guðmundur Baldvin var keyptur aftur heim.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki á síðasta tímabili. Hvernig mun þeim vegna í sumar?
Stjarnan fagnar marki á síðasta tímabili. Hvernig mun þeim vegna í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Stjarnan, 102 stig
6. ÍA, 84 stig
7. FH, 62 stig
8. KA, 60 stig
9. Fram, 58 stig
10. Afturelding, 37 stig
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: Sumarið í fyrra var rosa mikið 'næstum því' fyrir Stjörnuna. Liðið endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar en komst ekki í Evrópukeppni þar sem KA vann bikarinn og svo komst liðið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum en tapaði þar gegn Víkingum. Þeir byrjuðu illa en fundu ágætis takt þegar leið á sumarið og þetta var næstum því mjög gott sumar. En það endaði bara á því að vera frekar miðlungs. Stjörnumenn vonast til þess að liðið geti tekið næstu skref í sumar og barist um titla.

Þjálfarinn: Jökull Elísabetarson er að fara inn í sitt heila tímabil sem þjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústar Gylfasonar þar áður. Jökull er af nýja skólanum en hann þjálfaði áður Augnablik, venslafélag Breiðabliks, við góðan orðstír. Hann er afar efnilegur og spennandi þjálfari sem verður áhugavert að fylgjast með í framtíðinni, en hann er svolítið óútreiknanlegur og með áhugaverðar hugmyndir um fótbolta.

Styrkleikar: Þjálfari Stjörnunnar er með skemmtilegar pælingar um fótbolta og leikmenn virðast hafa mjög gaman að því að spila undir hans stjórn. Þeir treysta á sjálfa sig og á kerfið. Það getur hjálpað þeim hversu óútreiknanlegir þeir eru og það er erfitt að skipuleggja sig fyrir leik gegn Stjörnunni. Þeir eru búnir að bæta öflugum sóknarvopnum við leik sinn og verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með því ef Andri Rúnar Bjarnason og Emil Atlason leika saman frammi. Þeir ættu líka að vera sterkir inn á miðjunni og með kraft út á köntunum. Í hópnum er góð blanda af yngri og reynslumeiri leikmönnum og það er kraftur á pöllunum líka þar sem Silfurskeiðin lætur vel í sér heyra.

Veikleikar: Það vantar meira púður í vörnina og það gæti svo sannarlega verið meiri breidd þar og meiri styrkur. Það fór mikil reynsla úr liðinu eftir síðasta tímabili og mikil leiðtogahæfni sem er högg. Það fór líka mikill hraði úr liðinu með Óla Vali Ómarssyni sem fór í Breiðabliki. Stundum geta þeir farið fram úr sér í tilraunamennsku og þó það sé ákveðinn styrkleiki að vera óútreiknanlegir, þá er það líka veikleiki. Það er erfitt að ráða í Stjörnuna og of mikill hræringur gæti farið illa í hausinn á ungum mönnum. Þú þarft stöðugleika til að vinna titla og það er spurning hvort Stjörnumenn séu komnir á þann stað.

Lykilmenn: Samúel Kári Friðjónsson og Emil Atlason
Samúel Kári er með ferilskrá sem er betri en hjá flestum öðrum leikmönnum í deildinni. Hann á tólf ár að baki í atvinnumennsku þar sem hann var á mála hjá félögum í Englandi, Noregi, Þýskalandi og Grikklandi auk þess sem hann hefur leikið átta A-landsleiki fyrir Ísland. Hann byrjaði ekki vel - með hrottalegri tæklingu í Lengjubikarnum - en þetta er leikmaður sem á að vera lykilmaður fyrir Stjörnuna. Emil Atlason hefur þá verið einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar síðustu ár og er áfram afar mikilvægur fyrir Stjörnuliðið.

Gaman að fylgjast með: Benedikt Warén
Leikmaður sem spilaði frábærlega með Vestra síðasta sumar og var svo keyptur til Stjörnunnar á mikinn pening. Hann á svolítið að skilja eftir sig skarðið sem Óli Valur Ómarsson skilur eftir sig og það verður mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig honum tekst að fylla í það. Afar hæfileikaríkur leikmaður sem fær núna stórt tækifæri í Garðabænum. Kjartan Már Kjartansson er svo sannarlega líka leikmaður sem vert er að fylgjast með í þessu Stjörnuliði og það er hægt að nefna fleiri unga leikmenn.

Spurningamerkin: Verða þeir of óútreiknanlegir? Hvernig munu Andri Rúnar og Emil Atla virka saman? Verður vörnin nægilega sterk?

Völlurinn: Samsungvöllurinn er svo sannarlega ekki flottasti völlur deildarinnar þegar horft er á leiki í sjónvarpinu og það er yfirleitt frekar kalt þegar maður skellir sér á völlinn. En stemningin er góð og Silfurskeiðin lætur ávallt í sér heyra. Þá stendur Dúllubarinn alltaf fyrir sínu.

Komnir:
Samúel Kári Friðjónsson frá Grikklandi
Benedikt V. Warén frá Vestra
Þorri Mar Þórisson frá Öster
Alex Þór Hauksson frá KR
Andri Rúnar Bjarnason frá Vestra
Guðmundur Baldvin Nökkvason keyptur frá Mjällby (var á láni)
Hrafn Guðmundsson frá KR
Aron Dagur Birnuson frá Grindavík
Henrik Máni B. Hilmarsson frá ÍBV (var á láni)
Guðmundur Rafn Ingason frá Fylki

Farnir:
Róbert Frosti Þorkelsson til GAIS
Daníel Laxdal hættur
Hilmar Árni Halldórsson hættur
Þórarinn Ingi Valdimarsson hættur
Mathias Rosenörn í FH
Óli Valur Ómarsson til Breiðabliks (var á láni frá Sirius)
Þorlákur Breki Baxter til ÍBV (á láni)



Leikmannalisti:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
12. Árni Snær Ólafsson (m)
33. Guðmundur Rafn Ingason (m)
2. Heiðar Ægisson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
4. Þorri Mar Þórisson
5. Guðmundur Kristjánsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
11. Adolf Daði Birgisson
14. Jón Hrafn Barkarson
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason
23. Benedikt Warén
24. Sigurður Gunnar Jónsson
27. Dagur Orri Garðarsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Alex Þór Hauksson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
37. Haukur Örn Brink
39. Elvar Máni Guðmundsson
41. Alexander Máni Guðjónsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Hrafn Guðmundsson
Henrik Máni B. Hilmarsson

Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
7. apríl, Stjarnan - FH (Samsungvöllurinn)
14. apríl, Stjarnan - ÍA (Samsungvöllurinn)
23. apríl, Breiðablik - Stjarnan (Kópavogsvöllur)
28. apríl, Stjarnan - ÍBV (Samsungvöllurinn)
5. maí, Afturelding - Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner