Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. júlí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Chilwell hentar illa í leikkerfi nýja stjórans
Ben Chilwell.
Ben Chilwell.
Mynd: EPA
Daily Mail segir að framtíð enska bakvarðarins Ben Chilwell hjá Chelsea sé í óvissu, þar sem hann þykir ekki henta í leikkerfið sem Enzo Maresca nýr stjóri liðsins spilar.

Chilwell er öflugastur þegar hann kemur upp kantinn en Maresca vill að bakverðir sínir fari inn á miðjuna. Þar er búist við því að Chilwell verði í vandræðum.

Þessi 27 ára leikmaður var ónotaður varamaður í síðasta æfingaleik Chelsa. Hann er leiðtogi í klefanum hjá Chelsea og er með samning til 2027.

Maresca viðurkenndi í samtali við fjölmiðla að Chilwell þyrfti að aðlagast nýjum áherslum og það gæti tekið hann tíma að læra að spila í sínu kerfi.

Aðrir kostir sem Chelsea hefur í vinstri bakverði eru Marc Cucurella, sem var framúrskarandi með Spáni á EM, ásamt Renato Veiga og Levi Colwill.
Athugasemdir
banner
banner
banner