Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. ágúst 2021 14:26
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jó farinn frá Lech Poznan (Staðfest)
Aron Jó er laus allra mála
Aron Jó er laus allra mála
Mynd: Lech Poznan
Aron Jóhannsson gerði í dag starfslokasamning við pólska félagið Lech Poznan en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Aron er fæddur árið 1990 og uppalinn í Fjölni þar sem hann spilaði þrjú tímabil með liðinu áður en hann var seldur til AGF í Danmörku.

Sóknarmaðurinn öflugi hefur síðan þá leikið fyrir AZ Alkmaar, Werder Bremen, Hammarby og nú síðast Lech Poznan.

Hann spilaði með varaliði Lech á dögunum þar sem hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en hann meiddist á öxl. Aron fór heim til Íslands í endurhæfingu og hefur nú komist að samkomulagi um að rifta samningnum við Lech.

Honum er því frjálst að leita sér að nýju félagi. Aron skoraði tvö mörk í tíu leikjum fyrir Lech.


Athugasemdir
banner
banner
banner