Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 31. ágúst 2021 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley kaupir velskan landsliðsmann (Staðfest)
Roberts í leik með Swansea.
Roberts í leik með Swansea.
Mynd: Burnley
Burnley hefur fest kaup á velska landsliðsmanninum Connor Roberts frá Swansea City.

Roberts skrifar undir fjögurra ára samning og er kaupverðið óuppgefið. Hann er 25 ára hægri bakvörður og er hann fimmti leikmaðurinn sem Burnley fær í sumar.

Áður höfðu þeir Maxwel Cornet, Nathan Collins, Wayne Hennessey og Aaron Lennon gengið í raðir Burnley.

Connor er uppalinn hjá Swansea og hefur frá árinu 2015 leikið 133 deildarleiki fyrir félagið og skorað ellefu mörk. Hann á að baki 30 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.


Athugasemdir