Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 31. ágúst 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Camavinga til Real Madrid (Staðfest)
Það komu fréttir af því í gærkvöldi að Eduardo Camavinga væri á leið til Real Madrid. Það var síðan staðfest stuttu síðar.

Þessi 18 ára miðjumaður kemur frá Rennes í Frakklandi en kaupverðið er talið vera 31 milljón evra plús árangurstengdar greiðslur. Hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Camavinga leikið 70 leiki fyrir Rennes í efstu deild í Frakklandi. Hann á einnig þrjá leiki fyrir A-landslið Frakklands og spilaði með u21 árs landsliðinu á EM í sumar.

Hann er gríðarlegt efni en hann var orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu í sumar.


Athugasemdir
banner