Teun Koopmeiners er genginn í raðir ítalska félagsins Atalanta frá AZ Alkmaar í Hollandi. Atalanta greiðir um fjórtán milljónir evra fyrir hollenska miðjumanninn.
Koopmeiners er 23 ára og skrifar undir samning fram á sumarið 2025.
Koopmeiners er 23 ára og skrifar undir samning fram á sumarið 2025.
Hann á að baki einn landsleik fyrir Hollendinga. Hjá AZ lék Koopmeiners með Alberti Guðmundssyni.
Í 116 deildarleikjum fyrir AZ skoraði Koopmeiners 35 mörk.
Gasperini að gera geggjuð kaup enn og aftur, leikmaður sem hefði til dæmis orðið frábær fyrir Everton eða Tottenham. https://t.co/7pcNewqqv7
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 30, 2021
Athugasemdir