Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 31. ágúst 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ndombele fer ekkert í dag
Mynd: EPA
Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, er ekki á förum frá félaginu.

Í dag er gluggadagur og síðasti möguleiki fyrir miðjumanninn til að halda annað.

Ndombele óskaði eftir því að fá að fara frá félaginu en ekkert varð úr því að hann fari annað.

Tottenham vildi líka losa miðjumanninn en tókst ekki að finna nýtt félag fyrir leikmanninn.

Ndombele er 24 ára Frakki sem keyptur var til Tottenham frá Lyon árið 2019.

Í dag er gluggadagurinn. Lokað verður fyrir félagaskipti klukkan 22:00 í kvöld og Fótbolti.net fylgist grannt með öllu sem gerist.
Athugasemdir