banner
   þri 31. ágúst 2021 09:14
Elvar Geir Magnússon
Nikola Vlasic til West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Ham hefur fengið króatíska miðjumanninn Nikola Vlasic frá CSKA Moskvu. Hamrarnir borga 26,8 milljónir punda, gæti hækkað um 7,7 milljónir, fyrir þennan 23 ára leikmann.

Vlasic er 23 ára og gerir fimm ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar.

Hann á 26 landsleiki fyrir Króatíu en fjórir af þeim leikjum komu á EM alls staðar í sumar.

2017 gekk hann í raðir Everton fyrir 10 milljónir pnda og lék nítján leiki áður en hann hélt til CSKA sumarið 2019.

Vlasic hefur spilað yfir 250 aðalliðsleiki á ferlinum en hann hófst hjá Hajduk Spilit. Síðustu tvö tímabil hefur hann skorað 33 mörk og átt 21 stoðsendingu fyrir CSKA.

Hann var valinn leikmaður ársins í rússnesku úrvalsdeildinni 2020.

Samningurinn sýnir að West Ham hefur gefið upp vonir um að fá Jesse Lingard frá Manchester United.

Í dag er gluggadagurinn. Lokað verður fyrir félagaskipti klukkan 22:00 í kvöld og Fótbolti.net fylgist grannt með öllu sem gerist.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner