Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. ágúst 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex á leið til Leuven
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er að ganga í raðir OH Leuven í Belgíu á láni samkvæmt heimildum Sky Sports og The Athletic.

Samkvæmt þeim heimildum eru viðræður vel á veg komnar.

Rúnar Alex var keyptur til Arsenal síðasta haust og varamarkvörður fyrsta hálfa tímabilið. Eftir áramót varð hann svo þriðji markvörður í röðinni og eftir að Aaron Ramsdale var keyptur í sumar varð ljóst að Rúnar yrði áfram aftarlega í röðinni hjá Arsenal.

Rúnar er þessa stundina með íslenska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir þrjá heimaleiki í undankeppni fyrir HM. Fyrsti leikur er gegn Rúmeníu á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner