Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. ágúst 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Slúðurpakkinn á gluggadegi
Powerade
Emerson Royal  er orðaður við Tottenham.
Emerson Royal er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tagliafico í leik með Ajax.
Tagliafico í leik með Ajax.
Mynd: Getty Images
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Í dag er gluggadagurinn. Lokað verður fyrir félagaskipti klukkan 22:00 í kvöld og Fótbolti.net fylgist grannt með öllu sem gerist. Það er komið að slúðurpakka dagsins.

Real Madrid hefur hætt viðræðum um kaup á Kylian Mbappe (22) frá Paris St-Germain þar sem félögin ná ekki samkomulagi um kaupverð. (RMC Sport)

Barcelona mun reyna að kaupa spænska hægri bakvörðinn Hector Bellerín (26) ef brasilíski varnarmaðurinn Emerson Royal (22) yfirgefur Nývang og gengur í raðir Tottenham. (Mundo Deportivo)

Tottenham er að ganga frá kaupum á Royal frá Barcelona fyrir 25,75 milljónir punda. Leikmaðurinn hefur verið á láni hjá Real Betis. Honum er ætlað að berjas um hægri bakvarðarstöðuna við Japhet Tanganga og Matt Doherty. (BBC)

Franski sóknarmaðurinn Odsonne Edouard (23) er nálægt því að ganga í raðir Crystal Palace frá Celtic fyrir 15 milljónir punda. (BBC)

Ekki er búist við því að Adama Traore (25) yfirgefi Wolves í dag. Það þarf um 50 milljóna punda tilboð svo Úlfarnir selji. (Athletic)

Traore hefur sagt umboðsmanni sínum að reyna að ganga frá skiptum til Tottenham. (Footballer Insider)

West Ham hefur náð munnlegu samkomulagi við Ajax um kaup á vinstri bakverðinum Nicolas Tagliafico (28) en það verður erfitt að ganga frá því fyrir gluggalok. Leikmaðurinn er í landsliðsverkefni með Argentínu. (Telegraaf)

Hamrarnir eru ólíklegir til að kaupa Tagliafico þrátt fyrir að umboðsmenn hafi boðið félaginu að kaupa hann. (Athletic)

West Ham var í viðræðum um Tagliafico en þær viðræður sigldu í strand um síðustu helgi. (BBC)

Everton er að reyna að losa James Rodriguez (30) af launaskrá en hann er ekki í áætlunum Rafa Benítez. (BBC)

Chelsea hefur sagt umboðsmanni Jules Kounde (22) að félagið muni gera eina lokatilraun til að kaupa franska miðvörðinn frá Sevilla. (ABC Sevilla)

Leicester City hefur áhuga á Callum Hudson-Odoi (20), vængmanni Chelsea. Hann hefur verið orðaður við Borussia Dortmund. (football.london)

Chelsea vill Saul Niguez (26) á lánssamningi en Spánarmeistarar Atletico Madrid vilja klásúlu um að Chelsea verði skyldugt til að kaupa leikmanninn á 34 milljónir punda. (Goal)

Wolves reynir að fá Renato Sanches (24) sem varð Frakklandsmeistari með Lille á síðasta tímabili. Taldar eru helmingslíkur á því að Úlfarnir fái Sanches. (BBC)

Manchester City býst við rólegum gluggadegi. Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva (27) var orðaður við AC Milan en hann hefur ekki áhuga á að fara. (Times)

Juventus hefur ákveðið að reyna ekki að fá Miralem Pjanic (31) aftur frá Barcelona. Ítalska stórliðið er nálægt því að fá Hollendinginn Mohamed Ihattaren (19) frá PSV Eindhoven. (Goal)

Brentford hefur gert 13 milljóna punda tilboð í brasilíska bakvörðinn Vanderson (20) hjá Gremio en AC Milan hafði áhuga á því að fá hann í sumar. (Goal)

Wolves hefur gert 8,6 milljóna punda tilboð í króatíska varnarmanninn Duje Caleta-Car (24). Marseille vill fá 13 milljónir punda fyrir hann. (Foot01)

Burnley er í viðræðum um að fá velska varnarmanninn Connor Roberts (25) frá Swansea. (WalesOnline)

Tino Anjorin (19), miðjumaður Chelsea, er nálægt því að ganga í raðir Lokomotiv Moskvu á lánssamningi. Rússneska félagið mun eiga möguleika á að kaupa Englendinginn á 17 milljónir punda. (Goal)

Ademola Lookman (23) er á leið til Leicester á lánssamningi frá RB Leipzig. Lookman var á láni hjá Fulham á síðasta tímabili. (Fabrizio Romano)

Barcelona á möguleika á því að kaupa Edinson Cavani (34) frá Manchester United í dag. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner