Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 12:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Rice nældi sér í mjög heimskulegt rautt spjald
Mynd: Getty Images
Declan Rice gerði sig sekan um mjög svo heimskuleg mistök nú rétt í þessu þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leik Arsenal og Brighton.

Rice, sem er leikmaður Arsenal, fékk gult spjald fyrir tæklingu í lok fyrri hálfleiks.

Í byrjun seinni hálfleiks fékk Rice sitt annað gula spjald fyrir að ýta boltanum í burtu þegar Joel Veltman ætlaði að taka aukaspyrnu.

Veltman ætlaði að þruma boltanum upp völlinn en Rice pikkaði í boltann og endaði Veltman með því að þruma í Rice. Rice fékk gult fyrir að koma í veg fyrir að aukaspyrnan væri tekin hratt.

„Það sést í endursýningunni að Rice potaði í boltann og það lítur út fyrir að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun þarna. Tvö mjög óþörf gul spjöld hjá Rice," segir Alex Howell, fréttaritari BBC á vellinum.

Rice verður í leikbanni gegn Tottenham í fyrsta leiknum eftir landsleikjahlé. Eftir rauða spjaldið jafnaði Joao Pedro leikinn fyrir Brighton, staðan er 1-1 og rúmur hálftími eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner