Það fóru fjórir leikir fram í 3. deildinni í gær þar sem topplið Magna og Hvíta riddarans lögðu andstæðinga sína af velli.
Magni rétt marði fallbaráttulið Sindra eftir að hafa lent undir í Höfn í Hornafirði. Tómas Örn Arnarson og Viðar Már Hilmarsson snéru stöðunni við til að viðhalda toppsæti deildarinnar.
Magna nægir eitt stig í síðustu tveimur umferðum tímabilsins til að tryggja sér sæti í 2. deildinni á næsta ári.
Hvíti riddarinn fylgir Magna fast á eftir þar sem einu stigi munar á liðunum í titilbaráttunni. Mosfellingar gerðu sér lítið fyrir og skópu tólf marka sigur gegn KF í gær.
Hilmar Þór Sólbergsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og reyndist atkvæðamestur heimamanna ásamt Sigurði Brouwer Flemmingssyni sem setti einnig tvennu. Leikmenn Hvíta riddarans skiptu hinum átta mörkunum bróðurlega á milli sín.
Riddarinn er aðeins tveimur stigum frá því að gulltryggja sér sæti í 2. deildinni á næstu leiktíð.
Árbær lagði þá Ými að velli á meðan Tindastóll rúllaði yfir KV með átta mörkum gegn einu. Arnar Ólafsson setti þrennu í stórsigri Stólanna.
Sindri 1 - 2 Magni
1-0 Ivan Eres ('29 )
1-1 Tómas Örn Arnarson ('77 )
1-2 Viðar Már Hilmarsson ('90 )
Hvíti riddarinn 12 - 0 KF
1-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('8 )
2-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('20 )
3-0 Sævar Eðvald Jónsson ('28 )
4-0 Birkir Örn Baldvinsson ('33 )
5-0 Jonatan Aaron Belányi ('50 )
6-0 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('55 )
7-0 Guðbjörn Smári Birgisson ('59 )
8-0 Óðinn Már Guðmundsson ('62 )
9-0 Rikharður Smári Gröndal ('64 )
10-0 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('73 )
11-0 Ástþór Ingi Runólfsson ('75 )
12-0 Þorgeir Örn Tryggvason ('77 , Sjálfsmark)
Ýmir 0 - 2 Árbær
0-1 Jordan Chase Tyler ('73 )
0-2 Jordan Chase Tyler ('90 )
Tindastóll 8 - 1 KV
1-0 Svetislav Milosevic ('15 )
2-0 Arnar Ólafsson ('18 )
3-0 Arnar Ólafsson ('20 )
3-1 Tristan Alex Tryggvason ('32 )
4-1 Arnar Ólafsson ('40 , Mark úr víti)
5-1 Svend Emil Busk Friðriksson ('49 )
6-1 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('55 )
7-1 Svetislav Milosevic ('74 )
8-1 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('79 )
Rautt spjald: Viktor Smári Sveinsson , Tindastóll ('88)
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Hvíti riddarinn | 22 | 15 | 3 | 4 | 72 - 33 | +39 | 48 |
2. Magni | 22 | 15 | 3 | 4 | 58 - 28 | +30 | 48 |
3. Augnablik | 22 | 13 | 6 | 3 | 55 - 29 | +26 | 45 |
4. Tindastóll | 22 | 12 | 2 | 8 | 66 - 38 | +28 | 38 |
5. Reynir S. | 22 | 11 | 5 | 6 | 51 - 44 | +7 | 38 |
6. Árbær | 22 | 9 | 5 | 8 | 47 - 48 | -1 | 32 |
7. KV | 22 | 8 | 4 | 10 | 65 - 60 | +5 | 28 |
8. Ýmir | 22 | 7 | 6 | 9 | 45 - 38 | +7 | 27 |
9. Sindri | 22 | 7 | 4 | 11 | 37 - 44 | -7 | 25 |
10. KF | 22 | 5 | 6 | 11 | 36 - 50 | -14 | 21 |
11. KFK | 22 | 5 | 3 | 14 | 29 - 60 | -31 | 18 |
12. ÍH | 22 | 1 | 1 | 20 | 29 - 118 | -89 | 4 |
Athugasemdir