Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Akanji sagði nei við Milan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Svissneski varnarmaðurinn Manuel Akanji hefur hafnað tækifærinu til að skipta yfir til AC Milan eftir að Manchester City samþykkti tilboð frá ítalska stórveldinu.

Akanji er ekki spenntur fyrir að ganga til liðs við Milan þar sem liðið spilar ekki í Meistaradeild Evrópu eða neinni annarri Evrópukeppni eftir slakt gengi á síðustu leiktíð.

Hann vill frekar vera áfram hjá Manchester City þar sem hann er lentur mjög aftarlega í goggunarröð varnarmanna félagsins.

Akanji er 30 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi við Man City. Hann er afar fjölhæfur varnarmaður og tók þátt í 40 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð.

Hann hefur spilað 136 leiki á þremur árum í Manchester. Hann er búinn að vinna ensku úrvalsdeildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu, auk enska bikarsins.

Akanji hefur spilað 71 landsleik fyrir Sviss.

   30.08.2025 08:00
Akanji vill vera áfram á Englandi

Athugasemdir
banner